RÚV eykur enn hlutdeild sína á auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2021 09:45 Ríkisútvarpið eykur enn fyrirferð sína á auglýsingamarkaði, hlutdeild stofnunarinnar hækkaði milli ára úr 24 í 26 prósent. visir/vilhelm Tekjusamdráttur fjölmiðla er sem nemur sjö prósentum árið 2019 á föstu verðlagi. Fjórar af hverju tíu krónum fara til erlendra aðila. Þetta kemur fram í nýrri athugun Hagstofunnar. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. „Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi orðið umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla og er þá um að ræða dagblöð, vikublöð og önnur blöð og tímarit auk hljóðvarps, sjónvarps og vefmiðla. „Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7%“. Hér má sjá línurit Hagstofunnar sem segir til um þróunina.Hagstofan Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að samdrátturinn sé mestur hjá blöðum og tímaritum. En nærri lætur að samdrátturinn þar nemi 60 prósentum frá því að tekjurnar voru hvað hæstar árið 2006. „Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um fjórðung“. Hér má sjá nánar hver hlutdeild Ríkisútvarpsins í hinum svokölluðu fjölmiðlatekjum er.Hagstofan Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri athugun Hagstofunnar. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. „Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi orðið umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla og er þá um að ræða dagblöð, vikublöð og önnur blöð og tímarit auk hljóðvarps, sjónvarps og vefmiðla. „Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7%“. Hér má sjá línurit Hagstofunnar sem segir til um þróunina.Hagstofan Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að samdrátturinn sé mestur hjá blöðum og tímaritum. En nærri lætur að samdrátturinn þar nemi 60 prósentum frá því að tekjurnar voru hvað hæstar árið 2006. „Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um fjórðung“. Hér má sjá nánar hver hlutdeild Ríkisútvarpsins í hinum svokölluðu fjölmiðlatekjum er.Hagstofan
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira