41 árs gamall markvörður C-deildarliðs stoppaði risana í Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 13:00 Leikmenn Alcoyano fagna sigri á Real Madrid í gær og þar á meðal er markvörðurinn José Juan Figueras sem átti magnaðan leik í gærkvöldi. Getty/Quality Sport Images Ein óvæntasta hetja vikunnar er örugglega spænski markvörðurinn José Juan Figueras. Figueras og félagar í spænska C-deildarliðinu Alcoyano slógu í gær risana í Real Madrid út spænska bikarnum. Þrátt fyrir að enda leikinn tíu á móti ellefu stórstjörnum Real Madrid þá tókst leikmönnum Alcoyano að vinna 2-1 sigur. José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, er 41 árs gamall en hann varði alls tíu skot frá sóknarmönnum Real Madrid í gær. Það er ekki bara aldur Figueras sem gerði afrek hans enn óvæntara heldur einnig sú staðreynd að á meira en tveggja áratuga ferli hans á Spáni þá hefur hann aðeins spilað enn leik í efstu deild. En lo que va de la temporada, ningún arquero protagonizó más atajadas vs. Real Madrid que José Juan Figueras (Alcoyano): fueron 10 en total. Tiene 41 años. pic.twitter.com/OsoSyzs8iZ— SportsCenter (@SC_ESPN) January 20, 2021 Eder Militao kom Real Madrid yfir í leiknum en Jose Solbes jafnaði og tryggði Alcoyano framlengingu. Ramon Lopez var rekinn af velli í framlengingunni áður en Juanan skoraði sigurmarkið á 115. mínútu. „Þetta er draumur. Við höfðum engu að tapa. Þegar þúsund hlutir falla með þér þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Juanan eftir leikinn. Hann skoraði markið mikilvæga en það var markvörðurinn José Juan Figueras sem var hetja liðsins. 41-year-old José Juan Figueras made 10 saves against Real Madrid in the Copa del Rey.He made his debut in 1999 for Ourense and has only ever played one top-flight game in his career.Football, eh? pic.twitter.com/VnPARj5nKA— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Figueras lék sinn fyrsta leik með Valladolid B í spænsku C-deildinni árið 1999. Eini leikur hans í efstu deild var leikur með Celta de Vigo á 2002-03 tímabilinu. Þetta er annað tímabil hans með Alcoyano liðinu. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu og það sem verður að gerast það mun gerast,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Zidane hefur verið harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum en um síðustu helgi mistókst Real Madrid að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir tap á móti Athletic Bilbao í undanúrslitunum. Seguimos haciendo historia pic.twitter.com/0sH4jFRgS2— CD Alcoyano SAD (@CD_Alcoyano) January 20, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Figueras og félagar í spænska C-deildarliðinu Alcoyano slógu í gær risana í Real Madrid út spænska bikarnum. Þrátt fyrir að enda leikinn tíu á móti ellefu stórstjörnum Real Madrid þá tókst leikmönnum Alcoyano að vinna 2-1 sigur. José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, er 41 árs gamall en hann varði alls tíu skot frá sóknarmönnum Real Madrid í gær. Það er ekki bara aldur Figueras sem gerði afrek hans enn óvæntara heldur einnig sú staðreynd að á meira en tveggja áratuga ferli hans á Spáni þá hefur hann aðeins spilað enn leik í efstu deild. En lo que va de la temporada, ningún arquero protagonizó más atajadas vs. Real Madrid que José Juan Figueras (Alcoyano): fueron 10 en total. Tiene 41 años. pic.twitter.com/OsoSyzs8iZ— SportsCenter (@SC_ESPN) January 20, 2021 Eder Militao kom Real Madrid yfir í leiknum en Jose Solbes jafnaði og tryggði Alcoyano framlengingu. Ramon Lopez var rekinn af velli í framlengingunni áður en Juanan skoraði sigurmarkið á 115. mínútu. „Þetta er draumur. Við höfðum engu að tapa. Þegar þúsund hlutir falla með þér þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Juanan eftir leikinn. Hann skoraði markið mikilvæga en það var markvörðurinn José Juan Figueras sem var hetja liðsins. 41-year-old José Juan Figueras made 10 saves against Real Madrid in the Copa del Rey.He made his debut in 1999 for Ourense and has only ever played one top-flight game in his career.Football, eh? pic.twitter.com/VnPARj5nKA— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Figueras lék sinn fyrsta leik með Valladolid B í spænsku C-deildinni árið 1999. Eini leikur hans í efstu deild var leikur með Celta de Vigo á 2002-03 tímabilinu. Þetta er annað tímabil hans með Alcoyano liðinu. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu og það sem verður að gerast það mun gerast,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Zidane hefur verið harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum en um síðustu helgi mistókst Real Madrid að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir tap á móti Athletic Bilbao í undanúrslitunum. Seguimos haciendo historia pic.twitter.com/0sH4jFRgS2— CD Alcoyano SAD (@CD_Alcoyano) January 20, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira