Talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 14:14 Myndin er tekin í norðurátt að vettvangi slyssins. Gul ör sýnir akstursstefnu ökumanns bifhjólsins og blá ör sýnir hvar bifhjólið stöðvaðist utan vegar RNSA Ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Innstrandavegi við Hrófá, suður af Hólmavík, í júní 2019 er talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum um einbreiða brú og hættu. Hann hafi misst stjórn á hjólinu við nauðhemlun, fallið af því og kastast á kyrrstæðan bíl. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28
Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02