Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 09:00 Kamala Harris og Joe Biden eru hér ásamt mökum sínum, Doug Emhoff og Jill Biden, við minningarathöfn í Washington-borg í gær sem haldin var vegna þeirra sem látist hafa í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Getty/Michael M. Santiago Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent