Fimmta bakaðgerðin hjá Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 10:30 Tiger Woods hefur verið lengi í vandræðum með bakið á sér. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Við munum ekki sjá Tiger Woods spila á fyrstu mótunum á nýju keppnistímabili en Mastersmótið er ekki í hættu eins og er. Tiger Woods missir af byrjun keppnistímabilsins eftir að hann fór í sína fimmtu bakaðgerð á dögunum. Tiger Woods fann til óþæginda í bakinu á PNC mótinu í desember en það var hans síðasta mót. Tiger sagði frá því að samfélagsmiðlum sínum að hann hafi lagst undir hnífinn þar sem var fjarlægt var brot úr hryggjarlið sem var að stingast í taug í baki hans. Læknarnir sögðu að aðgerðin hefði heppnast vel en hinn 45 ára gamli mun missa af fyrstu mótunum á mótaröðinni. Tiger Woods had back surgery to remove a disc fragment and will miss at least two monthsHe hopes to be back for the Masters pic.twitter.com/mN33QaE6ls— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Ég hlakka til að geta farið að æfa á nýjan leik og er einbeittur að komast aftur á mótaröðina,“ skrifaði Tiger Woods. Woods mun missa af Farmers Insurance Open 28. til 31. janúar og mun heldur ekki spila á Genesis Invitational frá 18. til 21. febrúar. Hann verður samt á staðnum sem gestgjafi. Mastersmótið er fyrsta risamótið og fer fram í apríl. Það er ekki í hættu eins og er. Tiger spilaði aðeins á einu PGA-móti frá ágúst 2015 til desember 2017 en hann var þá í vandræðum með bakið sitt. Tiger vann sitt fimmtánda risamót þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu 2019 og endaði það ár í sjötta sæti heimslistans. Hann er nú kominn niður í 44. sæti. Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods missir af byrjun keppnistímabilsins eftir að hann fór í sína fimmtu bakaðgerð á dögunum. Tiger Woods fann til óþæginda í bakinu á PNC mótinu í desember en það var hans síðasta mót. Tiger sagði frá því að samfélagsmiðlum sínum að hann hafi lagst undir hnífinn þar sem var fjarlægt var brot úr hryggjarlið sem var að stingast í taug í baki hans. Læknarnir sögðu að aðgerðin hefði heppnast vel en hinn 45 ára gamli mun missa af fyrstu mótunum á mótaröðinni. Tiger Woods had back surgery to remove a disc fragment and will miss at least two monthsHe hopes to be back for the Masters pic.twitter.com/mN33QaE6ls— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Ég hlakka til að geta farið að æfa á nýjan leik og er einbeittur að komast aftur á mótaröðina,“ skrifaði Tiger Woods. Woods mun missa af Farmers Insurance Open 28. til 31. janúar og mun heldur ekki spila á Genesis Invitational frá 18. til 21. febrúar. Hann verður samt á staðnum sem gestgjafi. Mastersmótið er fyrsta risamótið og fer fram í apríl. Það er ekki í hættu eins og er. Tiger spilaði aðeins á einu PGA-móti frá ágúst 2015 til desember 2017 en hann var þá í vandræðum með bakið sitt. Tiger vann sitt fimmtánda risamót þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu 2019 og endaði það ár í sjötta sæti heimslistans. Hann er nú kominn niður í 44. sæti.
Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira