Innlent

Flughermir Icelandair uppfærður fyrir breytingar á MAX

Heimir Már Pétursson skrifar
Icelandair hefur bæði fengið bætur frá Boeing og samið um mótttöku færri MAX flugvéla eftir að allur floti slíkra flugvéla í heiminum var kyrrsettur í mars 2019.
Icelandair hefur bæði fengið bætur frá Boeing og samið um mótttöku færri MAX flugvéla eftir að allur floti slíkra flugvéla í heiminum var kyrrsettur í mars 2019. Vísir/Vilhelm

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir uppfærslur á flughermi félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði vegna MAX flugvélanna hafa verið vottaðan í lok þar síðustu viku. Félagið geti því byrjað að þjálfa flugmenn á Boeing 737 MAX flugvélarnar.

Flugöryggisstofnun Evrópu EASA hefur heimilað að nota megi MAX flugvélarnar á nýjan leik eftir tuttugu og tveggja mánaða hlé. En nokkrar vikur eru frá því Flugöryggisstofnun Bandaríkjanna vottaði uppfærlsur á búnaði flugvélanna og heimilaði notkun þeirra í farþegaflugi.

MAX flugvélarnar voru mikil vonarstjarna hjá Boeing verksmiðjunum í samkeppni við Airbus 320 flugvélarnar. Þær vonir breyttust hins vegar í martröð skömmu eftir að fyrstu flugvélarnar voru teknar í notkun. Fyrst hrapaði flugvél frá Lion Air til jarðar árið 2018 og árið 2019 hrapaði MAX flugvél Ethiopian Airlines. Þrjúhundruð fjörtíu og sex manns fórust í þessum tveimur slysum.

Eftir seinna slysið var allur floti MAX flugvéla kyrrsettur í mars 2019 og vikurnar og mánuðina þar á eftir komu ýmsir gallar í hugbúnaði flugvélanna í ljós. Boeing hafði leynt flugfélög að vegna legu hreyfla væri þyngdarpunktur flugvélanna ótryggur og að þjálfa þyrfti flugmenn sérstaklega til að bregðast við hugbúnaði sem ætti að leiðrétta þyngdarpunktinn til að koma í veg fyrir að flugvélarnar ofrisu í brottflugi.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir allt til reiðu til að taka Boeing MAX flugvélar félagsins í notkun á ný.Stöð 2/Sigurjón

Icelandair hafði gert samning um kaup á sextán MAX flugvélum og hefur þegar fengið sex afhentar. Félagið samdi hins vegar við Boeing fyrir hlutafjárútboð félagsins í haust um að það kaupa aðeins tólf flugvélar. Bogi Nils segir allt til reiðu til að hefja þjálfun flugmanna Icelandair á uppfærða útgáfu flugvélanna. Þær verði síðan teknar í notkun þegar flugumferð fari að glæðast á ný vonandi í vor eða næsta sumar.


Tengdar fréttir

Boeing greiðir 2,5 milljarða dala fyrir að leyna upplýsingum um 737 Max slysin

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að greiða 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 316 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa leynt upplýsingum um Boeing 737 Max vélarnar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Framleiðandinn gerir það í stað þess að hætta á að málið fari fyrir dómstóla.

Icelandair selur tvær Boeing 737 MAX 9 og semur um leigu

Icelandair skrifaði í dag undir samning um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX 9 flugvélum við Sky Aero Management (SKY Leasing). Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til fjölmiðla en flugfélagið hefur sent tilkynnt um viðskiptin til Kauphallar.

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.

Ry­anair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar

Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×