Enn einn harmleikurinn við K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 09:07 Alex Goldfarb fannst látinn eftir umfangsmikla leit í hlíðum Pastore Peak í gær. Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent