Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 15:08 Um 24 flutningabílum var ekið um miðbæ London og þeim lagt við þingið og ráðuneyti. AP/Alastair Grant Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum. Eins og staðan sé núna fylgi því of mikil skriffinska að flytja sjávarafurðir til Evrópu að Bretar geti ekki selt ferskan fisk þangað. Vegna tollaskoðana og annarskonar eftirlit hefur hægt á útflutningi Breta. Ástandið er svo slæmt, samkvæmt frétt Sky News, að kaupendur á meginlandinu hafa neitað að taka við afla frá Bretlandi vegna ástands hans. Á það sérstaklega við skelfisk þar sem hann liggur fyrr við skemmdum. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur heitið því að koma fyrirtækjunum til aðstoðar. Forsvarsmenn sjávarútvegs Bretlands og samfélaga sem hafa reitt á þann iðnað, voru meðal helstu stuðningsmanna Brexit og þá á þeim grundvelli að það myndi tryggja Bretum aftur full yfirráð yfir því hverjir veiða innan lögsögu ríkisins. Hlutfall ESB af heildarkvóta Breta mun lækka um fjórðung á næstu fimm árum og að þeim tíma loknum verður samið á nýjan leik. Nú er staðan hins vegar önnur og útgerðarmenn segja stöðuna hræðilega. Fiskurinn þeirra verði ónýtur áður en þeir geti selt hann. Einn skoskur útgerðarmaður hótaði því nýverið að sturta ónýtum afla sínum á þröskulda stjórnmálamanna. Rúmlega tuttugu flutningabílum var ekið um miðbæ London og mátti sjá merkingar á þeim um að Brexit væri að valda usla og að ríkisstjórnin væri vanhæf og hún væri að rústa skelfiskiðnaði Bretlands. Dozens of shellfish lorries from Scotland s coastal communities have descended on central London to highlight the export problems they have faced due to Brexit. https://t.co/iodv4Ure9J pic.twitter.com/Yf5fZzvCa2— STV News (@STVNews) January 18, 2021 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Eins og staðan sé núna fylgi því of mikil skriffinska að flytja sjávarafurðir til Evrópu að Bretar geti ekki selt ferskan fisk þangað. Vegna tollaskoðana og annarskonar eftirlit hefur hægt á útflutningi Breta. Ástandið er svo slæmt, samkvæmt frétt Sky News, að kaupendur á meginlandinu hafa neitað að taka við afla frá Bretlandi vegna ástands hans. Á það sérstaklega við skelfisk þar sem hann liggur fyrr við skemmdum. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur heitið því að koma fyrirtækjunum til aðstoðar. Forsvarsmenn sjávarútvegs Bretlands og samfélaga sem hafa reitt á þann iðnað, voru meðal helstu stuðningsmanna Brexit og þá á þeim grundvelli að það myndi tryggja Bretum aftur full yfirráð yfir því hverjir veiða innan lögsögu ríkisins. Hlutfall ESB af heildarkvóta Breta mun lækka um fjórðung á næstu fimm árum og að þeim tíma loknum verður samið á nýjan leik. Nú er staðan hins vegar önnur og útgerðarmenn segja stöðuna hræðilega. Fiskurinn þeirra verði ónýtur áður en þeir geti selt hann. Einn skoskur útgerðarmaður hótaði því nýverið að sturta ónýtum afla sínum á þröskulda stjórnmálamanna. Rúmlega tuttugu flutningabílum var ekið um miðbæ London og mátti sjá merkingar á þeim um að Brexit væri að valda usla og að ríkisstjórnin væri vanhæf og hún væri að rústa skelfiskiðnaði Bretlands. Dozens of shellfish lorries from Scotland s coastal communities have descended on central London to highlight the export problems they have faced due to Brexit. https://t.co/iodv4Ure9J pic.twitter.com/Yf5fZzvCa2— STV News (@STVNews) January 18, 2021
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47
Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01