Viðskipti innlent

Bein útsending: Salan á Íslandsbanka í brennidepli á Alþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson flytur munnlega skýrslu um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Bjarni Benediktsson flytur munnlega skýrslu um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar klukkan 15 í dag. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Síðasti þingfundur var þann 18. desember eða fyrir sléttum mánuði.

Í framhaldi af óundirbúnum fyrirspurnartíma verður til umræðu og væntnalega greidd atkvæði um tillögu Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanns Pírata, um hvort gerð verði úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.

Þar á eftir gefur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrslu munnlega um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ein umræða verður um málið í framhaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×