Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 19:01 Hér sést þróun innanlandssmita síðan 10. september, þegar enginn greindist síðast, og fram til gærdagsins 15. janúar. Vísir/Sigrún Hrefna Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. Nýsmituðum hefur heilt yfir farið fækkandi undanfarna daga; aðeins tveir greindust með veiruna tvo daga í röð í byrjun vikunnar. Þá greindust fimm með veiruna í fyrradag og loks enginn í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum fráalmannavörnum eru rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist innanlands síðast, eða þann 10. september. Þá var faraldurinn í talsverðri lægð en átti eftir að taka stórt stökk nokkrum dögum síðar. Enginn greindist vissulega meðveiruna á nýársdag en þá voru heldur engin sýni tekin. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram þrátt fyrir þessar tilslakanir 13. [janúar]. Við vonum við bara að allir passi sig áfram.“ Þórólfur segir framhaldið nú velta á því hvernig gangi á landamærum. „Og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47 Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 16. janúar 2021 11:10 Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Nýsmituðum hefur heilt yfir farið fækkandi undanfarna daga; aðeins tveir greindust með veiruna tvo daga í röð í byrjun vikunnar. Þá greindust fimm með veiruna í fyrradag og loks enginn í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum fráalmannavörnum eru rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist innanlands síðast, eða þann 10. september. Þá var faraldurinn í talsverðri lægð en átti eftir að taka stórt stökk nokkrum dögum síðar. Enginn greindist vissulega meðveiruna á nýársdag en þá voru heldur engin sýni tekin. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram þrátt fyrir þessar tilslakanir 13. [janúar]. Við vonum við bara að allir passi sig áfram.“ Þórólfur segir framhaldið nú velta á því hvernig gangi á landamærum. „Og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47 Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 16. janúar 2021 11:10 Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47
Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 16. janúar 2021 11:10
Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59