Íslenski boltinn

ÍA lagði Gróttu í fyrsta leik ársins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lærisveinar Jóhannes Karls Guðjónssonar byrja árið 2021 á sigri.
Lærisveinar Jóhannes Karls Guðjónssonar byrja árið 2021 á sigri. Vísir/Bára

Íslenski fótboltinn er farinn að rúlla á nýjan leik og Grótta tók á móti ÍA á Seltjarnarnesi í Fótbolta.net mótinu. Fór það svo að Skagamenn skoruðu mörkin en þeir unnu 2-0 sigur í kvöld.

Grótta féll úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar á meðan ÍA endaði í 8. sæti. Miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum og því forvitnilegt að sjá hvernig þau kæmu til leiks í kvöld.

Staðan var markalaus allt þangað til að fyrri hálfleikur var að renna sitt skeið. Þá kom Gísli Laxdal gestunum frá Akranesi yfir og staðan því 0-1 í hálfleik.

Strax í upphafi síðari hálfleiks komst ÍA í 2-0 þökk sé marki frá Brynjari Snæ Pálssyni. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-0 Skagamönnum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×