Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:52 Að minnsta kosti eins árásarmannanna var leitað af lögreglu í gær. Hann er fæddur árið 2002 og gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gærkvöld. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, segir að verkferlar í skólanum og skólasamfélaginu öllu verði yfirfarnir í kjölfar atviksins. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að mæta í skólann í morgun en að allir haldi ró sinni. Láta atburðinn ekki slá sig út af laginu „Staðan hjá okkur er góð, miðað við aðstæður. Nemendur komu hér í morgun og hér ríkir bara rósemd og friður. Hér eru sérfræðingar hjá okkur í áfallahjálp og verða hér í allan dag fyrir þá starfsmenn og nemendur sem það kjósa,“ segir Ársæll. „Við erum hörð á því að láta ekki þennan atburð í gær slá okkur út af laginu og trufla okkar góða og friðsama skólastarf.“ Mikill viðbúnaður var í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/Vilhelm Það hafi verið sérstök upplifun að mæta í morgun. „Það er mjög sérstakt að mæta en það er einhvern veginn kyrrð yfir öllu. Það er svona rósemd.“ Áminning um að sofna ekki á verðinum Engum hefur verið vikið úr skólanum enn sem komið er, en verið er að yfirfara myndavélakerfið. „Við skoðum þetta innanhúss hjá okkur út frá okkar skólareglum. Og greiðum bara úr því hverjir voru aðilar og hvað gekk á og svo framvegis. Síðan verða ákvarðanir teknar í framhaldinu hvað það varðar. Og við munum að sjálfsögðu og allt skólasamfélagið væntanlega fara yfir alla verkferla hjá okkur varðandi að tryggja sem mest öryggi allra í öllum skólum og öllum opinberum byggingum. Þetta er áminning til okkar að sofna ekki á þessum verði,“ segir Ársæll. „Það voru eflaust einhverjir nemendur skólans blandaðir inn í þessu átök sem við erum bara að reyna að finna út úr. Það voru upptökur af þessu öllu, en það mun fljótlega liggja ljóst fyrir.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það segist harma atvikið. Mikilvægt sé að nemendum finnist þeir öruggir í skólanum en að atvikið geti dregið úr öryggiskennd. Sambandið mun funda með stjórnendum Borgarholtsskóla síðar í dag. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, segir að verkferlar í skólanum og skólasamfélaginu öllu verði yfirfarnir í kjölfar atviksins. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að mæta í skólann í morgun en að allir haldi ró sinni. Láta atburðinn ekki slá sig út af laginu „Staðan hjá okkur er góð, miðað við aðstæður. Nemendur komu hér í morgun og hér ríkir bara rósemd og friður. Hér eru sérfræðingar hjá okkur í áfallahjálp og verða hér í allan dag fyrir þá starfsmenn og nemendur sem það kjósa,“ segir Ársæll. „Við erum hörð á því að láta ekki þennan atburð í gær slá okkur út af laginu og trufla okkar góða og friðsama skólastarf.“ Mikill viðbúnaður var í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/Vilhelm Það hafi verið sérstök upplifun að mæta í morgun. „Það er mjög sérstakt að mæta en það er einhvern veginn kyrrð yfir öllu. Það er svona rósemd.“ Áminning um að sofna ekki á verðinum Engum hefur verið vikið úr skólanum enn sem komið er, en verið er að yfirfara myndavélakerfið. „Við skoðum þetta innanhúss hjá okkur út frá okkar skólareglum. Og greiðum bara úr því hverjir voru aðilar og hvað gekk á og svo framvegis. Síðan verða ákvarðanir teknar í framhaldinu hvað það varðar. Og við munum að sjálfsögðu og allt skólasamfélagið væntanlega fara yfir alla verkferla hjá okkur varðandi að tryggja sem mest öryggi allra í öllum skólum og öllum opinberum byggingum. Þetta er áminning til okkar að sofna ekki á þessum verði,“ segir Ársæll. „Það voru eflaust einhverjir nemendur skólans blandaðir inn í þessu átök sem við erum bara að reyna að finna út úr. Það voru upptökur af þessu öllu, en það mun fljótlega liggja ljóst fyrir.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það segist harma atvikið. Mikilvægt sé að nemendum finnist þeir öruggir í skólanum en að atvikið geti dregið úr öryggiskennd. Sambandið mun funda með stjórnendum Borgarholtsskóla síðar í dag.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14
Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44
Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17