Tökum uppbyggilegt samtal um skólastarf Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:32 Starfsvettvangur minn nú síðustu tvö ár er að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Á þeim tíma hef ég tekið sérstaklega eftir því hve stór hluti þeirra sem komið hafa fram og fjallað um vankanta menntakerfisins er fólk sem hefur ekki verið viðloðandi grunnskólastarf síðan þau voru nemendur sjálfir. Mikil gagnrýni og neikvæðni hefur komið fram í blaðagreinum, hlaðvörpum og í fréttum frá fólki sem í raun hefur aldrei verið á gólfinu við kennslu með okkur. Nú nýlega birtist viðtal í þættinum Ísland í dag varðandi stöðu drengja í menntakerfinu sem ég var spennt fyrir að hlusta á, enda tengist þetta starfi mínu. Ég fann þó að þegar á leið á viðtalið fór ég að finna til vanmáttar yfir því hversu lítið er horft til þess góða sem á sér stað í grunnskólunum okkar og þeirri miklu nýsköpun í skólastarfi sem á sér stað um alla borg og allt land. Fáir ef nokkur fjalla t.d. um innleiðingu hæfniviðmiða og hvaða tækifæri það skref býður uppá fyrir kennara og nemendur til þess að haga starfi sínu á fjölbreyttari hátt og hve mikið skólarnir koma til móts við þarfir nemenda innan skólanna. Ég er svo sannarlega sammála því að staða drengja í skólakerfinu er vissulega þörf umræða en við verðum að vara okkur á því hvaða upplýsingarnar koma til almennings. Að umræðan valdi ekki frekari vantrú á skólakerfinu og að stuðli þess í stað að samvinnu heimila og skóla finna með það að leiðarljósi að finna sameiginlegan flöt þar sem kennarar, fræðimenn og forráðamenn geta komið að borðinu með sína reynslu og þekkingu. Í viðtalinu sem um ræðir kom fram að kennarar ættu að vera stétt sem sýnd sé virðing. Ég er svo sannarlega sammála þessu. Í kjölfarið greinir viðmælandi þó frá því hvað sonur hans er heppinn með að vera með góðan kennara, því það sé algjört lottó hvort kennarinn sé góður eða ekki. Þessi yfirlýsing felur einmitt í sér þá vanvirðingu sem kennarar sæta víðsvegar í umræðunni. Auðvitað eru ekki allir kennarar fullkomnir en þeir hafa þó allir lokið við menntun við hæfi og starfa eftir áherslum skólans og í þágu nemenda sinna. Kennarar eiga að geta gengt víðtæku hlutverki í starfi sínu en þetta hlutverk hefur breytilega skilgreiningu eftir því hvaða foreldri á í hlut. Að segja að fá góðan kennara sé eins og að vinna í lottó er því í raun að segja að kennarar séu langflestir ekki starfi sínu hæfir enda lottóvinningar ekki með háar líkur. Þar er ég algerlega ósammála fyrrnefndum viðmælanda. Hann tekur einnig uppá því að lofa erlenda skóla þar sem nemendur sæta miklum aga og reglum. Þetta fer heldur betur öfugt ofan í það sem ég myndi telja vera gott fyrir þessa drengi. Að stimpla þá niður í fyrirfram ákveðið mót, láta þá raða sér í stærðarröð og labba eftir línu um ganga skólans, kallandi kennara og starfsfólk herra og frú. Er það lausnin við erfiðleikum þessara drengja í skólakerfinu? Viljum við ekki, þvert á móti, gefa þeim tækifæri til þess að stunda nám sitt með sínu höfði og gera undantekningar og sveigja fyrir þá reglurnar og fyrirfram ákveðnu mótin? Í lok viðtalsins tekur viðmælandi fram að hann sé mjög stressaður yfir því að senda börnin sín í þetta meingallaða skólakerfi og vilji helst flytja með börnin úr landi. Þá segir hann 35% líkur á því að sonur hans útskrifist úr 10 bekk og geti ekki lesið sér til gagns. Það sem ekki kom fram er hversu hátt hlutfall þessara 35% séu drengir sem hafa fæðst erlendis, hafa íslensku sem annað tungumál, eða fæddust hér en eiga erlenda foreldra. Þá mætti líka skoða hversu hátt hlutfall þessara 35% hafa góðan stuðning heima og eiga foreldra sem hjálpa til við nám og eiga í samskiptum við kennara og skóla. Þarna eru atriði sem þarf að horfa til og átta sig á því að þær kannanir sem viðmælandi vísar í eru tölur á blaði og nauðsynlegt er að skoða stóru myndina áður en dregnar eru ályktanir. Ég vil enda á því að taka það fram að viðkomandi hafði mikið að segja sem ég er sammála. Það eru kennarar sem þurfa að vera tilbúnir til að breyta kennsluháttum í samræmi við tíðaranda, það eru strákar í skólakerfinu sem þurfa frekari stuðning, við þurfum að vera duglegri að hrósa þeim og við þurfum að vera dugleg að vinna að því að kveikja áhuga þeirra á námi. Það þarf að finna vettvang fyrir þessar umræður með fólki sem þekkir menntakerfið og þekkir vandamál þessara ungu drengja og það þarf fá fjármagn inn í skólana með þeim. Margar samhentar hendur vinna verkið best! Höfundur er stjórnmálafræðingur, nemi í kennslufræðum og starfar sem kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Starfsvettvangur minn nú síðustu tvö ár er að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Á þeim tíma hef ég tekið sérstaklega eftir því hve stór hluti þeirra sem komið hafa fram og fjallað um vankanta menntakerfisins er fólk sem hefur ekki verið viðloðandi grunnskólastarf síðan þau voru nemendur sjálfir. Mikil gagnrýni og neikvæðni hefur komið fram í blaðagreinum, hlaðvörpum og í fréttum frá fólki sem í raun hefur aldrei verið á gólfinu við kennslu með okkur. Nú nýlega birtist viðtal í þættinum Ísland í dag varðandi stöðu drengja í menntakerfinu sem ég var spennt fyrir að hlusta á, enda tengist þetta starfi mínu. Ég fann þó að þegar á leið á viðtalið fór ég að finna til vanmáttar yfir því hversu lítið er horft til þess góða sem á sér stað í grunnskólunum okkar og þeirri miklu nýsköpun í skólastarfi sem á sér stað um alla borg og allt land. Fáir ef nokkur fjalla t.d. um innleiðingu hæfniviðmiða og hvaða tækifæri það skref býður uppá fyrir kennara og nemendur til þess að haga starfi sínu á fjölbreyttari hátt og hve mikið skólarnir koma til móts við þarfir nemenda innan skólanna. Ég er svo sannarlega sammála því að staða drengja í skólakerfinu er vissulega þörf umræða en við verðum að vara okkur á því hvaða upplýsingarnar koma til almennings. Að umræðan valdi ekki frekari vantrú á skólakerfinu og að stuðli þess í stað að samvinnu heimila og skóla finna með það að leiðarljósi að finna sameiginlegan flöt þar sem kennarar, fræðimenn og forráðamenn geta komið að borðinu með sína reynslu og þekkingu. Í viðtalinu sem um ræðir kom fram að kennarar ættu að vera stétt sem sýnd sé virðing. Ég er svo sannarlega sammála þessu. Í kjölfarið greinir viðmælandi þó frá því hvað sonur hans er heppinn með að vera með góðan kennara, því það sé algjört lottó hvort kennarinn sé góður eða ekki. Þessi yfirlýsing felur einmitt í sér þá vanvirðingu sem kennarar sæta víðsvegar í umræðunni. Auðvitað eru ekki allir kennarar fullkomnir en þeir hafa þó allir lokið við menntun við hæfi og starfa eftir áherslum skólans og í þágu nemenda sinna. Kennarar eiga að geta gengt víðtæku hlutverki í starfi sínu en þetta hlutverk hefur breytilega skilgreiningu eftir því hvaða foreldri á í hlut. Að segja að fá góðan kennara sé eins og að vinna í lottó er því í raun að segja að kennarar séu langflestir ekki starfi sínu hæfir enda lottóvinningar ekki með háar líkur. Þar er ég algerlega ósammála fyrrnefndum viðmælanda. Hann tekur einnig uppá því að lofa erlenda skóla þar sem nemendur sæta miklum aga og reglum. Þetta fer heldur betur öfugt ofan í það sem ég myndi telja vera gott fyrir þessa drengi. Að stimpla þá niður í fyrirfram ákveðið mót, láta þá raða sér í stærðarröð og labba eftir línu um ganga skólans, kallandi kennara og starfsfólk herra og frú. Er það lausnin við erfiðleikum þessara drengja í skólakerfinu? Viljum við ekki, þvert á móti, gefa þeim tækifæri til þess að stunda nám sitt með sínu höfði og gera undantekningar og sveigja fyrir þá reglurnar og fyrirfram ákveðnu mótin? Í lok viðtalsins tekur viðmælandi fram að hann sé mjög stressaður yfir því að senda börnin sín í þetta meingallaða skólakerfi og vilji helst flytja með börnin úr landi. Þá segir hann 35% líkur á því að sonur hans útskrifist úr 10 bekk og geti ekki lesið sér til gagns. Það sem ekki kom fram er hversu hátt hlutfall þessara 35% séu drengir sem hafa fæðst erlendis, hafa íslensku sem annað tungumál, eða fæddust hér en eiga erlenda foreldra. Þá mætti líka skoða hversu hátt hlutfall þessara 35% hafa góðan stuðning heima og eiga foreldra sem hjálpa til við nám og eiga í samskiptum við kennara og skóla. Þarna eru atriði sem þarf að horfa til og átta sig á því að þær kannanir sem viðmælandi vísar í eru tölur á blaði og nauðsynlegt er að skoða stóru myndina áður en dregnar eru ályktanir. Ég vil enda á því að taka það fram að viðkomandi hafði mikið að segja sem ég er sammála. Það eru kennarar sem þurfa að vera tilbúnir til að breyta kennsluháttum í samræmi við tíðaranda, það eru strákar í skólakerfinu sem þurfa frekari stuðning, við þurfum að vera duglegri að hrósa þeim og við þurfum að vera dugleg að vinna að því að kveikja áhuga þeirra á námi. Það þarf að finna vettvang fyrir þessar umræður með fólki sem þekkir menntakerfið og þekkir vandamál þessara ungu drengja og það þarf fá fjármagn inn í skólana með þeim. Margar samhentar hendur vinna verkið best! Höfundur er stjórnmálafræðingur, nemi í kennslufræðum og starfar sem kennari.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun