Heimir reifst við mótherja og hundsaði dómarana Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 08:54 Heimir Hallgrímsson og Jonathan Kodjia skiptast á orðum eftir leikinn í gær. skjáskot/@QFootLive Heimi Hallgrímssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara í fótbolta, var heitt í hamsi eftir að hafa horft upp á sína menn í Al Arabi missa leik sinn við Al Gharafa niður í 1-1 jafntefli á sjöundu mínútu uppbótartíma í gær. Eftir leik mátti sjá Jonathan Kodjia, hetju Al Gharafa, og Heimi rífast áður en þeim var stíað í sundur. Heimir gekk svo að dómaratríóinu en hundsaði það í stað þess að þakka fyrir leikinn, hélt göngu sinni áfram og klappaði fyrir stuðningsmönnum Al Arabi. Atvikið má sjá hér að neðan. A heated exchange between Heimir Hallgrimsson and Jonathan Kodjia at the end..Heimir then walks towards the referee, and then past him, snubbing his outstretched hand, and applauding the fans instead pic.twitter.com/Nk2VYutZ1C— Qatar Football Live (@QFootLive) January 13, 2021 Aron Einar Gunnarsson var í liði Al Arabi sem var 1-0 yfir í þessum mikilvæga leik í katörsku úrvalsdeildinni, alveg fram að lokaspyrnu leiksins. Leiknum var alveg að ljúka þegar Mehdi Torabi, leikmaður Al Arabi, meiddist og varð að fara af velli. Heimir setti varnarmanninn unga Jassim Jaber inn á og hann varð fyrir því óláni að fá dæmda á sig vítaspyrnu. Vítið var reyndar ekki dæmt fyrr en að myndbandsdómari sendi skilaboð og dómari leiksins skoðaði atvikið í varsjánni. Fyrrnefndur Kodjia, fyrrverandi framherji Aston Villa, skoraði jöfnunarmarkið úr vítinu. Með sigri hefði Al Arabi blandað sér af fullum þunga í baráttuna um Meistaradeildarsæti en liðið hafði unnið fjóra leiki í röð. Al Arabi er eftir fjórtán umferðir í 7. sæti með 19 stig en Al Gharafa í 3. sæti, sem dugar til umspils um sæti í Meistaradeild Asíu, með 24 stig. Katarski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Eftir leik mátti sjá Jonathan Kodjia, hetju Al Gharafa, og Heimi rífast áður en þeim var stíað í sundur. Heimir gekk svo að dómaratríóinu en hundsaði það í stað þess að þakka fyrir leikinn, hélt göngu sinni áfram og klappaði fyrir stuðningsmönnum Al Arabi. Atvikið má sjá hér að neðan. A heated exchange between Heimir Hallgrimsson and Jonathan Kodjia at the end..Heimir then walks towards the referee, and then past him, snubbing his outstretched hand, and applauding the fans instead pic.twitter.com/Nk2VYutZ1C— Qatar Football Live (@QFootLive) January 13, 2021 Aron Einar Gunnarsson var í liði Al Arabi sem var 1-0 yfir í þessum mikilvæga leik í katörsku úrvalsdeildinni, alveg fram að lokaspyrnu leiksins. Leiknum var alveg að ljúka þegar Mehdi Torabi, leikmaður Al Arabi, meiddist og varð að fara af velli. Heimir setti varnarmanninn unga Jassim Jaber inn á og hann varð fyrir því óláni að fá dæmda á sig vítaspyrnu. Vítið var reyndar ekki dæmt fyrr en að myndbandsdómari sendi skilaboð og dómari leiksins skoðaði atvikið í varsjánni. Fyrrnefndur Kodjia, fyrrverandi framherji Aston Villa, skoraði jöfnunarmarkið úr vítinu. Með sigri hefði Al Arabi blandað sér af fullum þunga í baráttuna um Meistaradeildarsæti en liðið hafði unnið fjóra leiki í röð. Al Arabi er eftir fjórtán umferðir í 7. sæti með 19 stig en Al Gharafa í 3. sæti, sem dugar til umspils um sæti í Meistaradeild Asíu, með 24 stig.
Katarski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira