Réttlætir árásir öfga vinstrimanna á þinghús á Íslandi en fordæmir árásir öfga hægrimanna á þinghús í Washington Elliði Vignisson skrifar 13. janúar 2021 15:00 Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Árás á bandaríska þinghúsið Elliði Vignisson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun