Níu þúsund börn létust á írskum heimilum fyrir ógiftar mæður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 23:04 Stofnanirnar komust í heimsfréttirnar árið 2014 þegar líkamsleifar hundruða barna fundust grafin þar sem áður var rekið heimili fyrir ógiftar mæður og börn þeirra. Á 19. og 20. öld létust 9.000 börn á átján stofnunum á Írlandi fyrir konur og stúlkur sem urðu þungaðar utan hjónabands. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var í dag en forsætisráðherra landsins segir um að ræða myrkan, erfiðan og skammarlegan kafla í sögu þjóðarinnar. „Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá. Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá.
Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira