Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2021 12:20 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem vill sjá að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar en verið hefur Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira