Fótbolti

Dómari sem hefur dæmt í Meistara­deildinni á leið í fangelsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. MB Media/Getty Images

Fyrrum sænskur toppdómari er á leið í fjögur og hálfs árs fangelsi fyrir svik. Dómurinn var kveðinn upp í dag en danski miðillinn BT hefur þetta eftir sænska miðlinum TT.

Nafn dómarans er ekki gefið upp en dómarinn á að hafa haft samband við fyrirtæki og hjálpað þeim að segja upp símasamningum sem áttu sér engar stoðir í raunveruleikanum.

Þetta var hluti af svikum hans en einnig fékk hann einstaklinga til þess að lána sér pening undir fölsku flaggi. Dómarinn á einnig að borga til baka tæplega fimm milljónir danskra króna.

Sænski dómarinn dæmdi ekki bara í Allsvenskunni, efstu deildinni í Svíþjóð, því einnig hefur hann dæmt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og landsleiki. Svo skrifar Aftonbladet.

Það er ekki búið að rannsaka öll svindlin í kringum dómarann því hann er einnig grunaður um að hafa veðjað á einhverja af þeim leiki sem hann dæmdi.

Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan í september en eftir að sænska knattspyrnusambandið fékk upplýsingar um vafasama hætti dómarans snemma á árinu 2020 létu þeir hann þó áfram dæma leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×