Neyðarástandi lýst yfir í London Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 15:55 Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. AP/Frank Augstein Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira