Brottrekstur Lárusar úrskurðaður ólögmætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:01 Lárus Sigurður Lárusson. Aðsend Landsréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að víkja Lárusi Sigurði Lárussyni lögmanni úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í lok október að Lárusi skyldi vikið úr starfi skiptastjóra þrotabúsins vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Ástæðan var sögð framferði Lárusar í tengslum við sölu á verðmætustu eign þrotabúsins, fasteigninni Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að áður en til gjaldþrotaskipta kom hafi eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir hafi borist í eignina og verið samþykkt, en salan ekki gengið í gegn þar sem kaupandi hafi ekki getað fjármagnað kaupin. Þóroddsstaðir eru byggðir árið 1927 og var upphaflega býli, Er um að ræða þrílyft steinhús, um 400 fermetrar að stærð.Já.is Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Lárus sagðist í yfirlýsingu vegna málsins í nóvember hafna því að eiginhagsmunir hefðu ráðið för og kærði úrskurðinn til Landsréttar. Hann baðst jafnframt lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Hefði átt að hafa gögnin tilbúin á skiptafundi Landsréttur kosmt að þeirri niðurstöðu að Lárusi hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á Þórodsstöðum. Dómurinn taldi þó að það hefði ekki haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefði Lárus mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu eignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi í júní 2020 og að honum hefði borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn taldi dómurinn að framferði Lárusar hefði ekki verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra. Úrskurður héraðsdóms verði því felldur úr gildi. Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. var jafnframt gert að greiða honum 496 þúsund krónur í kærumálskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í lok október að Lárusi skyldi vikið úr starfi skiptastjóra þrotabúsins vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Ástæðan var sögð framferði Lárusar í tengslum við sölu á verðmætustu eign þrotabúsins, fasteigninni Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að áður en til gjaldþrotaskipta kom hafi eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir hafi borist í eignina og verið samþykkt, en salan ekki gengið í gegn þar sem kaupandi hafi ekki getað fjármagnað kaupin. Þóroddsstaðir eru byggðir árið 1927 og var upphaflega býli, Er um að ræða þrílyft steinhús, um 400 fermetrar að stærð.Já.is Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Lárus sagðist í yfirlýsingu vegna málsins í nóvember hafna því að eiginhagsmunir hefðu ráðið för og kærði úrskurðinn til Landsréttar. Hann baðst jafnframt lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Hefði átt að hafa gögnin tilbúin á skiptafundi Landsréttur kosmt að þeirri niðurstöðu að Lárusi hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á Þórodsstöðum. Dómurinn taldi þó að það hefði ekki haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefði Lárus mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu eignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi í júní 2020 og að honum hefði borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn taldi dómurinn að framferði Lárusar hefði ekki verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra. Úrskurður héraðsdóms verði því felldur úr gildi. Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. var jafnframt gert að greiða honum 496 þúsund krónur í kærumálskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira