Viðskipti innlent

Aldís ráðin verkefnastjóri sýninga

Atli Ísleifsson skrifar
Aldís Snorradóttir.
Aldís Snorradóttir. Listasafn Reykjavíkur

Aldís Snorradóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra sýninga í deild sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Þar segir að Aldís sé með meistaragráðu í listasögu frá Leiden háskóla í Hollandi og BFA í sama fagi frá Concordia háskóla í Montréal í Kanada.

„Hún hefur víðtæka reynslu af störfum í tengslum við myndlist, úr gallerírekstri, safnastarfi, sýningarstjórn og öðrum verkefnum. Aldís hefur mikla þekkingu og innsýn í íslenska og alþjóðlega samtímalist ásamt yfirgripsmikilli þekkingu á listasögunni. Í meistararitgerð sinni greindi hún safneignir einkastofnana hér á landi út frá listasögulegu vægi og menningarlegu hlutverki.

Aldís var stofnandi og framkvæmdastjóri Þoku gallerís, gegndi stöðu framkvæmdastjóra Hverfisgallerís og hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur að auki BSc gráðu í viðskiptafræði og starfaði um tíma í fjármálageiranum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×