Málverkið af loðnuleitinni teiknast upp á Íslandsmið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2021 15:28 Leitarferlar skipanna um þrjúleytið í dag. Ljósblár er Árni Friðriksson, gulur er Bjarni Sæmundsson, hvítur er Polar Amaroq, rauður er Aðalsteinn Jónsson og bleikur er Ásgrímur Halldórsson. Takið sérstaklega eftir hvernig ljósblár ferill Árna nær ekki að fylgja fyrirfram ákveðinni leið á Grænlandssundi. Hafrannsóknastofnun Skipaflotinn sem hóf loðnuleitina á mánudag er kominn vel áleiðis með að skanna miðin undan Vestfjörðum og norðurströnd landsins. „Skipin eru öll búin að sjá eitthvað af loðnu. En það er svo sem lítið meira um það að segja,“ segir leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson. Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson sigldu frá Hafnarfirði og leita núna undan Vestfjörðum. Loðnuskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Aðalsteinn Jónsson og Polar Amaroq, sigldu frá Austfjarðahöfnum og eru núna undan Norðausturlandi. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á vef Hafrannsóknastofnunar og þar má sjá hvernig leitarferlar skipanna fimm teikna núna upp litskrúðuga mynd af leiðangrinum, en hvert skip hefur sinn lit. Árni Friðriksson leggur frá bryggju í Hafnarfirði á mánudag. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin.Egill Aðalsteinsson Athygli vekur að ljósblár ferill Árna Friðrikssonar fylgir ekki fyrirfram útgefnum ferli á Grænlandssundi. Skýringin sést þegar hafískort Veðurstofunnar er skoðað. Hafís hindrar þar leitina og óreglulegur leitarferill sýnir að rannsóknarskipið fylgir ísröndinni. Bjarni Sæmundsson hefur af sömu ástæðu ekki náð að kanna allt svæðið. „Þetta gengur hratt fyrir sig,“ segir Birkir og vonast til að þessi áfangi klárist á föstudag. Þá lokast veðurglugginn og spáð er brælu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá upphafi leiðangursins á mánudag: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fimm skip kappkosta að finna loðnu á næstu tveimur vikum Floti fimm skipa, þar af tveggja hafrannsóknaskipa, er að leggja úr höfn til víðtækrar loðnuleitar. Vonir eru bundnar við að niðurstöðurnar verði ávísun á tuttugu til þrjátíu milljarða króna loðnuvertíð á næstu vikum. 4. janúar 2021 20:50 Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. 16. október 2020 21:42 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson sigldu frá Hafnarfirði og leita núna undan Vestfjörðum. Loðnuskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Aðalsteinn Jónsson og Polar Amaroq, sigldu frá Austfjarðahöfnum og eru núna undan Norðausturlandi. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á vef Hafrannsóknastofnunar og þar má sjá hvernig leitarferlar skipanna fimm teikna núna upp litskrúðuga mynd af leiðangrinum, en hvert skip hefur sinn lit. Árni Friðriksson leggur frá bryggju í Hafnarfirði á mánudag. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin.Egill Aðalsteinsson Athygli vekur að ljósblár ferill Árna Friðrikssonar fylgir ekki fyrirfram útgefnum ferli á Grænlandssundi. Skýringin sést þegar hafískort Veðurstofunnar er skoðað. Hafís hindrar þar leitina og óreglulegur leitarferill sýnir að rannsóknarskipið fylgir ísröndinni. Bjarni Sæmundsson hefur af sömu ástæðu ekki náð að kanna allt svæðið. „Þetta gengur hratt fyrir sig,“ segir Birkir og vonast til að þessi áfangi klárist á föstudag. Þá lokast veðurglugginn og spáð er brælu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá upphafi leiðangursins á mánudag:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fimm skip kappkosta að finna loðnu á næstu tveimur vikum Floti fimm skipa, þar af tveggja hafrannsóknaskipa, er að leggja úr höfn til víðtækrar loðnuleitar. Vonir eru bundnar við að niðurstöðurnar verði ávísun á tuttugu til þrjátíu milljarða króna loðnuvertíð á næstu vikum. 4. janúar 2021 20:50 Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. 16. október 2020 21:42 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fimm skip kappkosta að finna loðnu á næstu tveimur vikum Floti fimm skipa, þar af tveggja hafrannsóknaskipa, er að leggja úr höfn til víðtækrar loðnuleitar. Vonir eru bundnar við að niðurstöðurnar verði ávísun á tuttugu til þrjátíu milljarða króna loðnuvertíð á næstu vikum. 4. janúar 2021 20:50
Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. 16. október 2020 21:42