Segir Ísland spila fallegan handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 11:31 Fabio Magalhaes á blaðamannafundi í Porto fyrir leik Íslands og Portúgals. Getty/Rita Franca Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. Fábio Magalhaes er ekki bara leikmaður portúgalska landsliðsins því hann er einnig leikmaður Porto. Leikur Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2022 fer einmitt fram í Matosinhos sem er borg rétt norður af Porto. Fábio Magalhaes býst við erfiðum leik á móti góðu íslensku liði. „Við búumst við því að mæta liði með leikmenn sem þekkja íþróttina mjög vel. Þeir spila allir í góðum deildum og með góðum liðum,“ sagði Fábio Magalhaes í viðtali á heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. „Ísland spilar fallegan handbolta og ég sjálfur er mjög hrifinn af leik íslenska landsliðsins,“ sagði Magalhaes. Qualifiers @EHFEURO 2022: Fábio Magalhães faz a antevisão da partida entre #Portugal e #Islândia ! Leia tudo aqui! 6/01 19h30 @RTP2 Matosinhos https://t.co/ix6qbilc4x via @AndebolPortugal— Federação de Andebol (@AndebolPortugal) January 4, 2021 Magalhaes er ekki sá eini í portúgalska landsliðinu sem gerir lítið úr fjarveru Arons Pálmarssonar í leiknum. „Það er ekki satt að það muni veikja íslenska liðið að spila án Arons Pálmarssonar. Við verðum að einbeita okkur að því að stoppa hina leikmennina sem hafa mikla hæfileika,“ sagði Fábio Magalhaes. Fábio Magalhaes skoraði þrjú mörk úr sex skotum þegar Ísland vann 28-25 sigur á Portúgal á EM í byrjun síðasta árs. Magalhaes gaf einnig þrjár stoðsendingar í leiknum. „Við þurfum að sýna að við séum á heimavelli og að við höfum metnað til að vinna þennan leik. Með sigri kæmum við okkur í mjög góða stöðu í riðlinum og settum pressuna á íslenska liðið,“ sagði Magalhaes sem var spurður út í leik þjóðanna á EM. „Við byrjuðum leikinn illa á móti þeim á EM. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn en íslenska liðið er reynslumikið og kunni að stjórna leiknum. Sá leikur er búinn að nú einbeitum við okkur af leiknum á miðvikudagskvöldið,“ sagði Magalhaes. HM 2021 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Fábio Magalhaes er ekki bara leikmaður portúgalska landsliðsins því hann er einnig leikmaður Porto. Leikur Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2022 fer einmitt fram í Matosinhos sem er borg rétt norður af Porto. Fábio Magalhaes býst við erfiðum leik á móti góðu íslensku liði. „Við búumst við því að mæta liði með leikmenn sem þekkja íþróttina mjög vel. Þeir spila allir í góðum deildum og með góðum liðum,“ sagði Fábio Magalhaes í viðtali á heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. „Ísland spilar fallegan handbolta og ég sjálfur er mjög hrifinn af leik íslenska landsliðsins,“ sagði Magalhaes. Qualifiers @EHFEURO 2022: Fábio Magalhães faz a antevisão da partida entre #Portugal e #Islândia ! Leia tudo aqui! 6/01 19h30 @RTP2 Matosinhos https://t.co/ix6qbilc4x via @AndebolPortugal— Federação de Andebol (@AndebolPortugal) January 4, 2021 Magalhaes er ekki sá eini í portúgalska landsliðinu sem gerir lítið úr fjarveru Arons Pálmarssonar í leiknum. „Það er ekki satt að það muni veikja íslenska liðið að spila án Arons Pálmarssonar. Við verðum að einbeita okkur að því að stoppa hina leikmennina sem hafa mikla hæfileika,“ sagði Fábio Magalhaes. Fábio Magalhaes skoraði þrjú mörk úr sex skotum þegar Ísland vann 28-25 sigur á Portúgal á EM í byrjun síðasta árs. Magalhaes gaf einnig þrjár stoðsendingar í leiknum. „Við þurfum að sýna að við séum á heimavelli og að við höfum metnað til að vinna þennan leik. Með sigri kæmum við okkur í mjög góða stöðu í riðlinum og settum pressuna á íslenska liðið,“ sagði Magalhaes sem var spurður út í leik þjóðanna á EM. „Við byrjuðum leikinn illa á móti þeim á EM. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn en íslenska liðið er reynslumikið og kunni að stjórna leiknum. Sá leikur er búinn að nú einbeitum við okkur af leiknum á miðvikudagskvöldið,“ sagði Magalhaes.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira