Ráðningin til marks um aukna áherslu á stafræna þróun Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2021 15:36 Óhætt er að segja að Bónus, dótturfélag Haga, sé eftirbátur margra samkeppnisaðila sinna þegar kemur að stafrænni þróun. Vísir/Vilhelm Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá verslunarfyrirtækinu Högum. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er breytingin sögð liður í þeirri stefnu Haga að nýta stafrænar leiðir til að gera verslun bæði einfaldari og þægilegri og bæta upplifun viðskiptavina. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Olís. Fram kemur í tilkynningu að Eiður komi frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna. Leiddi hann þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum tryggingafélagsins. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Sagði kostnaðarsamt að bjóða upp á netverslun Mikil framþróun hefur átt sér stað í netverslun á allra síðustu árum en Bónus, sem er stærsta matvörukeðja landsins, starfrækir ekki netverslun ólíkt sínum helstu samkeppnisaðilum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur áður sagt að núverandi viðskiptamódel keðjunnar henti netverslun illa og að ógerningur sé að taka til pantanir með þeirri álagningu sem þar sé unnið með. Þó hefur hann ekki útilokað að netverslun verði þar valkostur í framtíðinni. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að það sé mikill fengur að fá Eið til liðs við tækniteymið hjá Högum og dótturfélögum. „Hann þekkir vel til í upplýsingatækni og býr að dýrmætri reynslu af innleiðingu breytinga sem byggja á stafrænum aðferðum og hafa það að markmiði að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast nánara samtali okkar við viðskiptavini og stöðugri aðlögun þjónustu að þeirra þörfum, m.a. einföldun, aukin þægindi og hagkvæmni í kaupum á matvöru, eldsneyti og öðrum nauðsynjum,“ er haft eftir Finni í tilkynningu sem bætir við að upplýsingatækni og stafrænar leiðir muni gegna lykilhlutverki í þeirri vegferð. Verslun Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er breytingin sögð liður í þeirri stefnu Haga að nýta stafrænar leiðir til að gera verslun bæði einfaldari og þægilegri og bæta upplifun viðskiptavina. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Olís. Fram kemur í tilkynningu að Eiður komi frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna. Leiddi hann þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum tryggingafélagsins. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Sagði kostnaðarsamt að bjóða upp á netverslun Mikil framþróun hefur átt sér stað í netverslun á allra síðustu árum en Bónus, sem er stærsta matvörukeðja landsins, starfrækir ekki netverslun ólíkt sínum helstu samkeppnisaðilum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur áður sagt að núverandi viðskiptamódel keðjunnar henti netverslun illa og að ógerningur sé að taka til pantanir með þeirri álagningu sem þar sé unnið með. Þó hefur hann ekki útilokað að netverslun verði þar valkostur í framtíðinni. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að það sé mikill fengur að fá Eið til liðs við tækniteymið hjá Högum og dótturfélögum. „Hann þekkir vel til í upplýsingatækni og býr að dýrmætri reynslu af innleiðingu breytinga sem byggja á stafrænum aðferðum og hafa það að markmiði að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast nánara samtali okkar við viðskiptavini og stöðugri aðlögun þjónustu að þeirra þörfum, m.a. einföldun, aukin þægindi og hagkvæmni í kaupum á matvöru, eldsneyti og öðrum nauðsynjum,“ er haft eftir Finni í tilkynningu sem bætir við að upplýsingatækni og stafrænar leiðir muni gegna lykilhlutverki í þeirri vegferð.
Verslun Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira