Anníe Mist um erfiðasta árið á ævinni og ótrúlega árið sem er framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér stóra hluti á árinu 2021. Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira