Sveindís Jane á lista UEFA yfir 10 efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. janúar 2021 22:45 Sveindís Jane Jónsdóttir vísir/vilhelm Framtíðin virðist björt í íslenskri knattspyrnu. Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18