Fótbolti

Pochettino blæs til sóknar í París: „PSG alltaf átt sérstakan stað í mínu hjarta“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pochettino á góðri stundu.
Pochettino á góðri stundu. vísir/getty

Franska stórveldið PSG staðfesti fyrr í dag ráðningu á Mauricio Pochettino sem nýjum knattspyrnustjóra félagsins, 20 árum eftir að félagið samdi við hann sem leikmann.

Það var reyndar undir lok janúarmánaðar árið 2001 sem Pochettino, þá 28 ára gamall, gekk í raðir PSG frá Espanyol. Hann lék með liðinu í tvö og hálft ár og hjálpaði liðinu að vinna Intertoto Evrópukeppnina árið 2001.

Fyrr í dag var Pochettino tilkynntur sem nýr stjóri PSG en hann tekur við liðinu af hinum þýska Tomas Tuchel sem var rekinn frá félaginu á aðfangadag.

„Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af því að taka við sem þjálfari Paris Saint-Germain. Þetta félag hefur alltaf átt sérstakan stað í mínu hjarta,“ segir Pochettino.

„Ég á stórkostlegar minningar héðan, sérstaklega af þessu einstaka andrúmslofti á Parc des Princes. Ég sný aftur til félagsins með mikinn metnað og auðmýkt um leið og ég er spenntur fyrir því að vinna með nokkrum af hæfileikaríkustu fótboltamönnum heims,“ segir Pochettino sem boðar sóknarbolta undir sinni stjórn.

„Við munum leggja áherslu á að liðið verði baráttuglatt og að öflugur sóknarleikur muni einkenna okkar leikstíl. Það er það sem Parísarbúar hafa alltaf elskað,“ segir Pochettino.


Tengdar fréttir

Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við?

Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni.

PSG stað­festir brott­rekstur Tuchel

Franska knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain hefur loks staðfest brottrekstur sinn Thomas Tuchel, þýska þjálfara liðsins, sem var rekinn á dögunum eftir tvö og hálft ár við stjórnvölin.

Pochettino tekinn við PSG

Mauricio Pochettino hefur verið ráðinn þjálfari frönsku meistaranna í PSG. Hann tekur við af Thomas Tuchel og hefur skrifað undir samning til júnímánaðar 2022, með möguleika á árs framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×