Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 23:16 Hvergi hafa fleiri dáið á dvalarheimilum en í New York. AP/John Minchillo Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira