Viðskipti erlent

Buffet losar sig við flugfélögin

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Fjárfestingafélag Buffets skilaði mettapi á fyrsta ársfjórðingi.
Fjárfestingafélag Buffets skilaði mettapi á fyrsta ársfjórðingi.  

Fjárfestingafélag Warren Buffets, Berkshire Hathaway, hefur selt öll hlutabréf sín í fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna. 

Á fjárfestafundi í gær sagði Buffet það hafa verið mistök að fjárfesta í flugrekstri og að heimsmyndin væri breytt í kjölfar faraldursins. 

Félagið skilaði mettapi á fyrsta ársfjórðingi, eða fimmtíu milljörðum Bandaríkjadala. Félagið átti um og yfir tíu prósenta hlut í Delta, American Airlines, United Airlines og Southwest flugfélaginu. Líkt og annars staðar hefur orðið algjört hrun í rekstri bandarískra flugfélaga sem hafa nú lagt yfir eitt þúsund flugvélum.

Í frétt BBC er haft eftir Buffet að Berkshire Hathaway fjármagni ekki fyrirtæki sem muni brenna peningum í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×