Viðskipti erlent

Höfnuðu tillögu til bjargar Norwegian

Kjartan Kjartansson skrifar

Kröfuhafar flugfélagsins Norwegian höfnuðu í dag að breyta lánum sínum í hlutafé. Óvissa er því um framtíð félagsins sem rambar á barmi gjaldþrots og glímir við bráðan lausafjárvanda.

Í tilkynningu frá Jacob Schram, forstjóra félagsins, segir að viðræður muni fara fram um helgina þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi. 

„Viðræður okkar við kröfuhafa halda áfram með því skýra markmiði að ná lausn. Því miður náðum við ekki samkomulagi áður en fresturinn rann út,“ segir Schram.

Norsk stjórnvöld hafa boðið félaginu líflínu sem felst í lánum með ríkisábyrgð náist samkomulag við kröfuhafa.


Tengdar fréttir

Líf Norwegian hangir á blá­þræði

Örlög Norwegian voru ákveðin í gær en hluthafar greiddu atkvæði í gærkvöldi um það hvort björgunarpakki sem flugfélagið lagði til yrði samþykktur. Hluthafar áttu fund klukkan 16:00 að staðartíma í gær til að kjósa um pakkann en það liggur fyrir að hlutafé félagsins verði uppurið um miðjan maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×