Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 13:56 Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál er ætlað að skýra reglur um kaup og sölu á jörðum og fasteignum og takmarka hvað aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins geta keypt mikið af landi. Vísir/Vilhelm Í frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES eru skýrðar nánar að mati ráðherra. Ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Töluvert hefur verið rætt um jarðakaup og uppsöfnun jarðaeigna í samfélaginu undanfarin ár vegna kaupa fjársterkra erlendra aðila eins og Jim Ratcliffe á jörðum Austurlandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið með þetta frumvarp í smíðum um nokkurt skeið og segir að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi. „Og stjórnvöld öðlast stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi," segir Katrín. Undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES séu skýrðar nánar en ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Gert sé ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali en kaupverð sé meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. Þetta sé mikið gagnsæismál. Þá er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum, sem aftur sé mikið gagnsæismál. Sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni verði gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. „Þá eru sett inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Markmiðið er að stjórnvöld hafi tæki til að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands. Gert ráð fyrir að þessi skylda eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið,“ segir Katrín. Einnig sé gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra, sem enn og aftur sé gagnsæismál. Loks séu lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningu lögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum. Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48 Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Í frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES eru skýrðar nánar að mati ráðherra. Ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Töluvert hefur verið rætt um jarðakaup og uppsöfnun jarðaeigna í samfélaginu undanfarin ár vegna kaupa fjársterkra erlendra aðila eins og Jim Ratcliffe á jörðum Austurlandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið með þetta frumvarp í smíðum um nokkurt skeið og segir að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi. „Og stjórnvöld öðlast stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi," segir Katrín. Undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES séu skýrðar nánar en ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Gert sé ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali en kaupverð sé meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. Þetta sé mikið gagnsæismál. Þá er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum, sem aftur sé mikið gagnsæismál. Sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni verði gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. „Þá eru sett inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Markmiðið er að stjórnvöld hafi tæki til að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands. Gert ráð fyrir að þessi skylda eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið,“ segir Katrín. Einnig sé gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra, sem enn og aftur sé gagnsæismál. Loks séu lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningu lögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum.
Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48 Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15
Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48
Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45