Gylfi, Jóhann Berg og allir hinir prófaðir tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Leicester City á Goodison Park. Getty/Chris Brunskill Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira