131 missir vinnuna hjá Airport Associates Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2020 11:25 Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, sem þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu og segir forstjórinn að fyrirtækið þurfi áfram að afgreiða flugvélar þótt umferð sé mjög lítil. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefni nú aðallega snúa að fraktflugvélum auk reksturs skrifstofu þar sem unnar eru hleðsluskár fyrir flugfélögin svo eitthvað sé nefnt. Þá geti komið vélar í millilendingu þótt þær séu ekki með farþega. Óhætt er að segja að starfsöryggi hafi verið lítið undanfarin tvö ár hjá fyrirtækinu sem þjónustaði WOW air áður en fyrirtækið fór á hausinn. Þurfti fyrirtækið að ráðast í fjölmennar uppsagnir vegna erfiðleika WOW air sem lauk með gjaldþroti. Sigþór segir starfsmenn vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest og mæti áfram til vinnu næstu mánuðina. Hann er sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird, Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, Tui, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í störfin svo fljótt sem kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu og segir forstjórinn að fyrirtækið þurfi áfram að afgreiða flugvélar þótt umferð sé mjög lítil. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefni nú aðallega snúa að fraktflugvélum auk reksturs skrifstofu þar sem unnar eru hleðsluskár fyrir flugfélögin svo eitthvað sé nefnt. Þá geti komið vélar í millilendingu þótt þær séu ekki með farþega. Óhætt er að segja að starfsöryggi hafi verið lítið undanfarin tvö ár hjá fyrirtækinu sem þjónustaði WOW air áður en fyrirtækið fór á hausinn. Þurfti fyrirtækið að ráðast í fjölmennar uppsagnir vegna erfiðleika WOW air sem lauk með gjaldþroti. Sigþór segir starfsmenn vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest og mæti áfram til vinnu næstu mánuðina. Hann er sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird, Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, Tui, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í störfin svo fljótt sem kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira