Tekur ekki afstöðu til deilunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 09:18 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Vísir Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkurra sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Umboðsmanns barna, en Salvör Nordal gegnir því embætti. Í gær gerði Sólveig Anna Jónsdóttir athugasemdir við erindi sem henni barst frá Salvöru vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Sagði Sólveig að sér væri brugðið vegna erindis umboðsmanns en í erindinu var vakin athygli á því að umboðsmanni hafi borist erindi frá börnum búsettum í þeim sveitarfélögum sem verkfallsaðgerðirnar munu ná til, þar sem þau lýstu yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða. Segir umboðsmaður að með erindinu hafi hún einungis verið að miðla þessum skilaboðum áfram til deiluaðila. „Embættinu hafa borist bréf frá börnum sem hafa miklar áhyggjur af því, að þegar skerðingum á skólahaldi lýkur, nokkrum vikum fyrir skólaslit, taki við verkföll. Í bréfum til embættisins hafa börnin lýst yfir áhyggjum yfir eigin námi og líðan. Þetta eru mikilvæg skilaboð barna til deiluaðila sem umboðsmanni barna er ekki eingöngu heimilt að miðla, heldur skylt,“ segir á Facebook-síðu umboðsmanns. Ekki sé verið að taka afstöðu til deilunnar. „Í bréfunum er með engu móti tekin afstaða til deilunnar heldur sjónarmiðum barnanna sjálfra komið á framfæri. Í erindum þeirra endurspeglast einnig mikilvægi skólastarfsins í lífi barnanna og þar með mikilvægi vinnu allra þeirra sem við skólana starfa. “ Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkurra sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Umboðsmanns barna, en Salvör Nordal gegnir því embætti. Í gær gerði Sólveig Anna Jónsdóttir athugasemdir við erindi sem henni barst frá Salvöru vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Sagði Sólveig að sér væri brugðið vegna erindis umboðsmanns en í erindinu var vakin athygli á því að umboðsmanni hafi borist erindi frá börnum búsettum í þeim sveitarfélögum sem verkfallsaðgerðirnar munu ná til, þar sem þau lýstu yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða. Segir umboðsmaður að með erindinu hafi hún einungis verið að miðla þessum skilaboðum áfram til deiluaðila. „Embættinu hafa borist bréf frá börnum sem hafa miklar áhyggjur af því, að þegar skerðingum á skólahaldi lýkur, nokkrum vikum fyrir skólaslit, taki við verkföll. Í bréfum til embættisins hafa börnin lýst yfir áhyggjum yfir eigin námi og líðan. Þetta eru mikilvæg skilaboð barna til deiluaðila sem umboðsmanni barna er ekki eingöngu heimilt að miðla, heldur skylt,“ segir á Facebook-síðu umboðsmanns. Ekki sé verið að taka afstöðu til deilunnar. „Í bréfunum er með engu móti tekin afstaða til deilunnar heldur sjónarmiðum barnanna sjálfra komið á framfæri. Í erindum þeirra endurspeglast einnig mikilvægi skólastarfsins í lífi barnanna og þar með mikilvægi vinnu allra þeirra sem við skólana starfa. “
Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29
Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00