HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 09:00 Pétur Árni Hauksson skoraði 3,6 mörk í leik í 19 leikjum með HK-liðnu í Olís deildinni í vetur og var að auki með 2,4 stoðsendingar að meðaltali. Vísir/Bára Handboltamaðurinn Pétur Árni Hauksson gekk til liðs við Stjörnuna um síðustu helgi en í yfirlýsingu frá HK kemur fram að Pétur hafi verið með samning við HK út næsta tímabil. HK furðar sig á því að viðræður hafi átt sér stað milli Péturs og Stjörnunnar sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá HK þá var rennur samningur Péturs Árna Haukssonar við HK ekki út fyrr en í júní 2021. Stjarnan bað HK ekki um leyfi til að ræða við leikmanninn en reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningaviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. HK hefur sent inn formlega kvörtun til Handknattsleikssambands Íslands vegna málsins en lítur samt svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu og þakkar Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og HK óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttatilkynninguna frá handknattleiksdeild HK vegna félagaskipta Péturs Árna Haukssonar. Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK. Olís-deild karla HK Stjarnan Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Handboltamaðurinn Pétur Árni Hauksson gekk til liðs við Stjörnuna um síðustu helgi en í yfirlýsingu frá HK kemur fram að Pétur hafi verið með samning við HK út næsta tímabil. HK furðar sig á því að viðræður hafi átt sér stað milli Péturs og Stjörnunnar sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá HK þá var rennur samningur Péturs Árna Haukssonar við HK ekki út fyrr en í júní 2021. Stjarnan bað HK ekki um leyfi til að ræða við leikmanninn en reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningaviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. HK hefur sent inn formlega kvörtun til Handknattsleikssambands Íslands vegna málsins en lítur samt svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu og þakkar Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og HK óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttatilkynninguna frá handknattleiksdeild HK vegna félagaskipta Péturs Árna Haukssonar. Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK.
Fréttatilkynning frá HKUm liðna helgi voru fluttar fregnir að því að leikmaður HK, Pétur Árni Hauksson, hefði skrifað undir samning og gengið til liðs við Stjörnuna. Komu þessar fréttir stjórn handknattleiksdeildar HK í opna skjöldu þar sem Pétur Árni er samningsbundinn HK til júní árið 2021. Furðar handknattleiksdeild HK sig á því, bæði að viðræður hafi átt sér stað sem og að gengið hafi verið frá samningi við leikmanninn, á meðan samningur Péturs Árna og HK var enn í gildi. Á þeim tíma er fréttirnar bárust hafði handknattleiksdeild HK hvorki borist beiðni frá Pétri né frá handknattleiksdeild Stjörnunnar um að hefja viðræður þeirra á milli. Reglur HSÍ kveða á um það að aðildarfélögum HSÍ og þjálfurum sé óheimilt að hefja samningsviðræður við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi viðkomandi leikmanns. Handknattleiksdeild HK harmar það að þau vinnubrögð séu viðhöfð að rætt sé við og samið við samningsbundna leikmenn án vitneskju félags leikmannsins. Handknattleiksdeild HK telur þetta óásættanlega hattsemi og skýrt brot á reglum HSÍ. Hefur HK því ákveðið að senda inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. Handknattleikdseild HK lítur svo á að með því sé málinu lokið af sinni hálfu, en vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svona háttsemi endurtaki sig í framtíðinni. Að lokum vill handknattleiksdeild HK þakka Pétri Árna fyrir sitt framlag á liðnum vetri og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Brynjar F. Valsteinsson Formaður Handknattleiksdeildar HK.
Olís-deild karla HK Stjarnan Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira