Viðskipti innlent

Krefst þess að Icelandair greiði rúman milljarð í skaða­bætur

Atli Ísleifsson skrifar
IGS var sameinað Icelandair í desember 2018.
IGS var sameinað Icelandair í desember 2018. Vísir/Jóhann

Breska flugfélagið Oryx jet hefur krafist þess að Icelandair Group greiði félaginu um milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns sem starfsmaður á Keflavíkurflugvelli olli á vél félagsins.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að umrætt atvik hafi átt sér stað í septembermánuði 2017, en breska flugfélagið hafi þá pantað veitingar og þjónustu af IGS ehf. þegar tjón varð á vél félagsins.

Starfsmaður IGS hafi þá sest undir stýri á vinnuvél hafi átt að nota til að ferma vélina, en starfsmaðurinn hafi þó hvorki verið með réttindi né reynslu til að stýra vélinni og hafi hann ekið á skrokk flugvélarinnar. 

Varð það til þess að ekki hafi verið hægt að fljúga með farþega frá Íslandi og liðu heilir tveir mánuðir þar til að vélin komst í gagnið á ný.

IGS var sameinað Icelandair í desember 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×