Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 07:46 Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri og ábyrgðarmaður DV þegar fréttin birtist á vefnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Vísir/vilhelm Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira