Innlent

Minnið, staða flugmanna og faraldrar fortíðarinnar í Bítinu

Samúel Karl Ólason skrifar

Minnið er mikilvægt og klukkan hálf átta mun Kolbeinn Sigurjónsson, frá Betra námi, taka minnistæknina fyrir í Bítinu á Bylgjunni og hjálpa fólki að muna betur.

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, mun ræða stöðu flugmanna vegna heimsfaraldursins og eftir uppsagnir Icelandair.

Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, mun leggja leið sína í hljóðverið og ræða um faraldra fortíðarinnar. Þar á meðal spænsku veikina og aðra faraldra.

Lilja Kjalarsdóttir frá SagaMedica ætlar að ræða það hvort þörungar og ætihvönn drepi mögulega vírusa. Hún mun segja frá áhugaverðum niðurstöðum.

Rafhjólasprengjan verður einnig tekin til skoðunar og verður rætt við Pétur Þór Halldórsson í Ellingsen um það.

Svo verður talað við Guðmund Þórarinsson, sem gerðist atvinnumaður í fótbolta í Bandaríkjunum í febrúar, skömmu fyrir heimsfaraldurinn. Hann er bróður Ingós Þórarinssonar, veðurguðs, og semur einnig tónlist.

Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur yfir til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Uppfært: Hér að neðan má sjá Bítið í morgun í heild sinni.

Klippa: Bítið í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×