Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2020 16:26 Þröstur Emilsson var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil en tók við starfi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna árið 2013. Honum var sagt upp sumarið 2018 þegar upp komst um fjárdráttinn. Vísir Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og var honum þá vikið frá störfum. Þröstur varði sig sjálfur fyrir dómi og játaði brot sín. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Ákæran yfir Þresti var í þremur liðum. Millifærði á eigin reikning Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Þröstur var í viðtali við fréttastofu árið 2017 þegar ADHD-samtökin stóðu fyrir sölu á svokölluðum fidget-spilurum í fjáröflunarskyni. Greiddi golfferð til Flórída Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotum sínum. Ekki áður hlotið dóm ADHD samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Þröstur hafnaði kröfunni og lagði í hendur dómsins að leysa úr henni. Hann játaði brot sitt en óskaði vægustu refsingar. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann misnotaði trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Skýlaus játning var virt honum til málsbóta. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sjö mánaðanna eru skilorðsbundnir. Þarf hann að greiða ADHD-samtökunum 9,2 milljónir auk dráttarvaxta og 168 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Félagasamtök Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og var honum þá vikið frá störfum. Þröstur varði sig sjálfur fyrir dómi og játaði brot sín. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Ákæran yfir Þresti var í þremur liðum. Millifærði á eigin reikning Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Þröstur var í viðtali við fréttastofu árið 2017 þegar ADHD-samtökin stóðu fyrir sölu á svokölluðum fidget-spilurum í fjáröflunarskyni. Greiddi golfferð til Flórída Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotum sínum. Ekki áður hlotið dóm ADHD samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Þröstur hafnaði kröfunni og lagði í hendur dómsins að leysa úr henni. Hann játaði brot sitt en óskaði vægustu refsingar. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann misnotaði trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Skýlaus játning var virt honum til málsbóta. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sjö mánaðanna eru skilorðsbundnir. Þarf hann að greiða ADHD-samtökunum 9,2 milljónir auk dráttarvaxta og 168 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Félagasamtök Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira