Þjálfari Gunna og Conors segir að Mjölnissalurinn sé eins og úr Bond-mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 John Kavanagh er mikill aðdáandi Mjölnissalarins og hann þekkir vel til bestu æfingahúsa heimsins. Getty/David Fitzgerald Hin glæsilega aðstaða Mjölnismanna í Öskjuhlíðinni er til umfjöllunar í athyglisverðu myndbandi á fésbókarsíðu UFC og þar má sjá svipmyndir af heimili Mjölnis og viðtöl við Gunnar Nelson og John Kavanagh. UFS heimsótti Mjölnisalinn og setti saman myndband af aðstöðunni með umfjöllun um það hvernig hún kom til. Gunnar Nelson segir frá hvernig það þróaðist að Mjölnir flutti í Öskjuhlíðina eftir að hafa sprengt utan af sér gömlu aðstöðu félagsins. Gunnar segir að næstum því eitt prósent þjóðarinnar æfi hjá Mjölni. Það er rætt við Gunnar og líka faðir hans Harald Nelson. Gunnar segir meðal annars að þú þarft ekki að vera laminn í hausinn til æfa hjá Mjölnir því þar sé alls konar æfingar í gangi ekki aðeins blandaðar bardagaíþróttir. Haraldur Nelson segir að á árum áður hafði Gunnar Nelson þurft að fara erlendis til að geta æft við betri aðstæður en nú hafi hann allt sem þarfnast í Mjölnishúsinu. Það viðtal sem vekur þó örugglega mesta athygli og þá sérstaklega erlendis er viðtalið við John Kavanagh. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa John Kavanagh hjá okkur. Hann kemur með svo mikla þekkingu,“ sagði Haraldur Nelson. The land of ?? and ??Take a trip to the island home of @GunniNelson ?? https://t.co/3BzvbtytHi pic.twitter.com/TfAtBXzMfD— UFC (@ufc) March 13, 2019 John Kavanagh, sem er þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, hrósar salnum mikið og segir að Haraldur Nelson og Mjölnismenn hafi gert mikið til að gera aðstöðuna sem glæsilegasta. „Ég hlakka alltaf til ferðarinnar þegar ég kem hingað. Það er mjög róandi og afslappandi fyrir mig að vera hér á Íslandi,“ sagði John Kavanagh í myndbandinu. „Það er smá keppni hjá okkur. Ég flyt á góðan stað en þá gerir Halli enn betur og nú er hann kominn með æfingasal sem gæti verið úr Bond-mynd. Það vantar bara að fjallið opnist og byssurnar komi í ljós,“ sagði John Kavanagh. „Þetta er stórkostlegur æfingasalur og svo gott fyrir mína skjólstæðinga að geta komið hingað til að æfa,“ sagði John Kavanagh. John Kavanagh segist koma með Conor McGregor til Íslands til að æfa og segir að það sé mjög gott að vera hér. Umhverfið minni líka á Rocky og þegar það er svona kalt úti þá er ekkert annað í boði en að einbeita sér að æfingunum inni. Hann líkir salnum við kirkju og sem frábæran stað til að hitta vini og æfa saman. Það má finna allt myndbandið hér fyrir neðan en þar segir Haraldur Nelson einnig frá því að komi svo gott og mikið af súrefni út úr klettinum sem húsið er byggt inn í að það sé eins og fólkið sé að æfa úti. MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Hin glæsilega aðstaða Mjölnismanna í Öskjuhlíðinni er til umfjöllunar í athyglisverðu myndbandi á fésbókarsíðu UFC og þar má sjá svipmyndir af heimili Mjölnis og viðtöl við Gunnar Nelson og John Kavanagh. UFS heimsótti Mjölnisalinn og setti saman myndband af aðstöðunni með umfjöllun um það hvernig hún kom til. Gunnar Nelson segir frá hvernig það þróaðist að Mjölnir flutti í Öskjuhlíðina eftir að hafa sprengt utan af sér gömlu aðstöðu félagsins. Gunnar segir að næstum því eitt prósent þjóðarinnar æfi hjá Mjölni. Það er rætt við Gunnar og líka faðir hans Harald Nelson. Gunnar segir meðal annars að þú þarft ekki að vera laminn í hausinn til æfa hjá Mjölnir því þar sé alls konar æfingar í gangi ekki aðeins blandaðar bardagaíþróttir. Haraldur Nelson segir að á árum áður hafði Gunnar Nelson þurft að fara erlendis til að geta æft við betri aðstæður en nú hafi hann allt sem þarfnast í Mjölnishúsinu. Það viðtal sem vekur þó örugglega mesta athygli og þá sérstaklega erlendis er viðtalið við John Kavanagh. „Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa John Kavanagh hjá okkur. Hann kemur með svo mikla þekkingu,“ sagði Haraldur Nelson. The land of ?? and ??Take a trip to the island home of @GunniNelson ?? https://t.co/3BzvbtytHi pic.twitter.com/TfAtBXzMfD— UFC (@ufc) March 13, 2019 John Kavanagh, sem er þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, hrósar salnum mikið og segir að Haraldur Nelson og Mjölnismenn hafi gert mikið til að gera aðstöðuna sem glæsilegasta. „Ég hlakka alltaf til ferðarinnar þegar ég kem hingað. Það er mjög róandi og afslappandi fyrir mig að vera hér á Íslandi,“ sagði John Kavanagh í myndbandinu. „Það er smá keppni hjá okkur. Ég flyt á góðan stað en þá gerir Halli enn betur og nú er hann kominn með æfingasal sem gæti verið úr Bond-mynd. Það vantar bara að fjallið opnist og byssurnar komi í ljós,“ sagði John Kavanagh. „Þetta er stórkostlegur æfingasalur og svo gott fyrir mína skjólstæðinga að geta komið hingað til að æfa,“ sagði John Kavanagh. John Kavanagh segist koma með Conor McGregor til Íslands til að æfa og segir að það sé mjög gott að vera hér. Umhverfið minni líka á Rocky og þegar það er svona kalt úti þá er ekkert annað í boði en að einbeita sér að æfingunum inni. Hann líkir salnum við kirkju og sem frábæran stað til að hitta vini og æfa saman. Það má finna allt myndbandið hér fyrir neðan en þar segir Haraldur Nelson einnig frá því að komi svo gott og mikið af súrefni út úr klettinum sem húsið er byggt inn í að það sé eins og fólkið sé að æfa úti.
MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira