Menning

Bein útsending: Lee Proud og Bergur Þór í listamannaspjalli

Tinni Sveinsson skrifar
Lee Proud danshöfundur.
Lee Proud danshöfundur.

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.

Klukkan tólf í hádeginu í dag mæta Lee Proud og Bergur Þór Ingólfsson í listamannaspjall.

Þeir hafa meðal annars unnið saman við söngleikina Billy Elliot og Matthildi en Lee Proud fékk Grímuverðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins árið 2019 fyrir Matthildi. Þeir spjalla um lífið í leikhúsinu.

Klippa: Listamannaspjall - Lee Proud og Bergur Þór

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fjárlög 2020


Tengdar fréttir

Bein útsending: Lögin úr leikhúsinu

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu. Í dag er komið að því að listamenn leikhússins flytji þekkt lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.