Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2020 06:00 Sérfræðingar segja að sögusagnir og óstaðfestar fregnir um fráfall Kim Jong Un muni ekki hætta á næstunni. Þvert á móti muni þeim fjölga. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er ekki dáinn, þó hann hafi ekki sést opinberlega frá 11. apríl. Ráðamenn í Suður-Kóreu segja hann vera sprelllifandi og við góða heilsu. Mögulega sé hann að að stunda nokkurs konar félagsforðun og reyna að forðast það að smitast af nýju kórónuveirunni. Eftir að Kim tók ekki þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans, Kim Il-Sung, fyrr í þessum mánuði, náðu sögusagnir um veikindi hans og mögulegan dauða nýjum hæðum. Hvort sem sé lífs eða liðinn, þá hafa fjölmiðlar heimsins í áratugi skrifað fréttir af dauðsföllum einræðisherra og ráðamanna í Norður-Kóreu, sem hafa ekki reynst réttar. Sambærilegar fréttir voru sömuleiðis skrifaðar um afa hans, faðir, frænku og marga aðra embættismenn og hershöfðingja. Aftur á móti hafa fregnir af dauðsföllum háttsettra embættismanna og annarra í Norður-Kóreu sömuleiðis reynst réttar. Frá hátið vegna 70 ára afmælis Norður-Kóreu. Þarna má sjá mynd af Kim Il Sung.EPA/HOW HWEE YOUNG Afinn sagður hafa verið skotinn til bana Í nóvember 1986 lýstu dagblöð í Suður-Kóreu því yfir að Kim Il Sung, afi Kim Jong Un, og faðir einræðisríkisins, væri dáinn. Íbúar Suður-Kóreu tóku þeim fregnum fagnandi enda var Kim ekki vel liðinn sunnan við hlutlausa svæðið. AP fréttaveitan rifjar málið upp og segir það hafa byrjað á frétt Chosun Ilbo um sögusagnir í Japan um að Kim væri dáinn. Talsmaður hers Suður-Kóreu tilkynnti degi seinna að hátalarar við hlutlausasvæðið hafi verið notaðir af Norður-Kóreu til að tilkynna að Kim hafi verið skotinn til bana. Chosun gaf út sérútgáfu blaðsins og notaði forsíðufyrirsögnina „Kim Il Sung skotinn til bana“. Aðrir fjölmiðlar tóku undir fregnirnar en óðagotið stóð þó einungis yfir í nokkrar klukkustundir. Þá birtist Kim á flugvelli í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem hann tók á móti sendinefnd frá Mongólíu. Ein valdamesta konan sögð hafa verið tekin af lífi Árið 2013 birti Chosun fréttir um að söngkonan og embættiskonan Hyon Song Wol hafi verið tekin af lífi. Hún stakk þó aftur upp kollinum í maí 2014 en Hyon er ein valdamesta kona Norður-Kóreu og hefur fylgt Kim Jong Un á alþjóðlega fundi. Hyon Song Wol heimsótti Suður-Kóreu í janúar 2018, þegar vetrarólympíuleikarnir fóru þar fram.Getty/ Korea Pool Kim Jong Il, faðir Kim Jong Un, var margsinnis talinn hafa dáið við allskonar kringumstæður. Árið 2004 var talið mögulegt að stærðarinnar sprenging á lestarstöð við landamæri Norður-Kóreu og Kína hafi verið tilraun til að ráða Kim af dögum. Þar skullu lestar saman en báðar voru að flytja eldsneyti og dóu fjölmargir í slysinu. Kim Jong Il hafði farið í gegnum lestarstöðina nokkrum klukkustundum áður. Reglulegar fregnir af dauða föðursins Eftir að Kim fékk heilablóðfall árið 2008 voru reglulega sagðar fréttir af dauða hans. Þær voru orðnar svo tíðar að fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hóf rannsókn á því hvort verið væri að dreifa þeim vísvitandi til að hafa áhrif á hlutabréfamarkað þar í landi. Þegar Kim Jong Il dó loks í desember 2011, hafði umheimurinn ekki hugmynd um það fyrr en einræðisríkið tilkynnti það opinberlega tveimur dögum seinna. Hér má sjá Kim Jong Un, með föður sínum Kim Jong Il þegar þeir heimsóttu skjaldbökubýli þann 14. október 2011.EPA/KCNA Hann átti systir sem hefur einnig margsinnis verið sögð dáin. Í maí 2015 hafði CNN eftir liðhlaupa frá Norður-Kóreu að Kim Jong Un hafi látið eitra fyrir frænku sinni, sem heitir Kim Kyong Hui. Hún stakk svo upp kollinum í janúar á þessu ári. Þá var hún með Kim Jong Un á tónleikum og sat við hlið hans. Sögusögnum um Kim mun fjölga Kim Jong Un hefur ekki oft verið sagður dáinn. Árið 2014 sást hann ekki opinberlega í rúmar fimm vikur og þegar hann svo sást, var hann með staf. Leyniþjónusta Suður-Kóreu sagði hann hafa látið fjarlægja kýli af ökla sínum. Kim Jon Un ásamt Kim Yo Jong, systur sinni, og hershöfðingjum í Norður-Kóreu árið 2015.EPA/KCNA Árið 2016 bárust þó fregnir af því að hann hefði látið taka háttsettan hershöfðingja af lífi. Sá heitir Ri Yong Gil og er ekki dáinn. Hann hafði bara verið færður til í starfi og er enn háttsettur hershöfðingi, eftir því sem best er vitað. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við, segja þó að sögusögnum um heilsu Kim og möguleg dauðsföll hans muni fjölga á næstu árum. Sérstaklega með tilliti til þyngdar hans, reykinga og annarra meintra heilbrigðisvanda. Sue Mi Terry, sérfræðingur hjá Center for Strategic and International Studies og fyrrverandi greinandi hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu og kom til að mynda að málefnum ríkisins í ríkisstjórnum George W. Bush og Barack Obama. Hún segir þá miklu óvissu um það hver myndi taka við Kim Jong Un ýta undir sögusagnir. Kim Jong Nam, hálfbróðir Kim Jong Un, sem var myrtur á flugvelli í Kúala Lúmpúr.EPA/JoongAng Sunday Kim Jong Il hafði um það bil tvo áratugi til að búa sig undir það að taka við af föður sínum, Kim Il Sung og Kim Jong Un hafði sjálfur nokkur ár. Hann hefur þó ekki haft mikinn tíma til að velja þann sem tekur við af sér og eini sonur hans, sem vitað er um, er á grunnskólaaldri. Eins og frægt er, lét Kim Jong Un myrða bróður sinn Kim Jong Nam og var það gert á flugvelli í Kúala Lúmpúr árið 2017. Tvær ungar konur voru að öllum líkindum plataðar til að maka VX-taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, framan í Kim. Systirin líkleg til að taka við Í grein á vef Washington Post, segir Terry að líklegast sé að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, tæki við völdum ef bróðir hennar myndi deyja skyndilega. Hún er einn helsti ráðgjafi Kim og er meðlimur í forsætisnefnd Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Samt ekki Þó er alfarið óljóst hvort yfirmenn hersins myndu sætta sig við að taka við skipunum frá ungri konu. Sérstaklega þar sem Norður-Kórea þykir mjög karllægt ríki, ef svo má að orði komast. Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, gengur hér á undan bróður sínum og Moon Jae In, forsætisráðherra Suður-Kóreu. Myndin var tekin á þriðja fundi leiðtoganna í Pyongyang í september 2018.EPA/Pyongyang Press Corps Fari svo og einræðisvöld Norður-Kóreu færist í fyrsta sinn út fyrir Kim fjölskylduna segir Terry að sá líklegasti til að ná völdum sé marskálkurinn Choe Ryong Hae. Hann er einnig í forsætisnefndinni og er varaformaður Verkamannaflokksins. Fjölskylda Choe er nátengd Kim fjölskyldunni en hann hefur einnig sterka ástæðu til að reyna að ná völdum. Þegar Kim tók við af föður sínum, lét hann taka næst valdamesta ríkisins af lífi og einnig þann þriðja valdamesta. Óvissa um kjarnorkuvopn slæm Choe gæti þar af leiðandi séð þann eina kost í stöðunni að taka völdin sjálfur, falli Kim skyndilega frá á næstunni. Versta mögulega niðurstaðan væri einhvers konar valdabarátta, þar sem mismunandi fylkingar tækjust á um stjórn Norður-Kóreu og stjórn yfir kjarnorkuvopnum ríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er ekki dáinn, þó hann hafi ekki sést opinberlega frá 11. apríl. Ráðamenn í Suður-Kóreu segja hann vera sprelllifandi og við góða heilsu. Mögulega sé hann að að stunda nokkurs konar félagsforðun og reyna að forðast það að smitast af nýju kórónuveirunni. Eftir að Kim tók ekki þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans, Kim Il-Sung, fyrr í þessum mánuði, náðu sögusagnir um veikindi hans og mögulegan dauða nýjum hæðum. Hvort sem sé lífs eða liðinn, þá hafa fjölmiðlar heimsins í áratugi skrifað fréttir af dauðsföllum einræðisherra og ráðamanna í Norður-Kóreu, sem hafa ekki reynst réttar. Sambærilegar fréttir voru sömuleiðis skrifaðar um afa hans, faðir, frænku og marga aðra embættismenn og hershöfðingja. Aftur á móti hafa fregnir af dauðsföllum háttsettra embættismanna og annarra í Norður-Kóreu sömuleiðis reynst réttar. Frá hátið vegna 70 ára afmælis Norður-Kóreu. Þarna má sjá mynd af Kim Il Sung.EPA/HOW HWEE YOUNG Afinn sagður hafa verið skotinn til bana Í nóvember 1986 lýstu dagblöð í Suður-Kóreu því yfir að Kim Il Sung, afi Kim Jong Un, og faðir einræðisríkisins, væri dáinn. Íbúar Suður-Kóreu tóku þeim fregnum fagnandi enda var Kim ekki vel liðinn sunnan við hlutlausa svæðið. AP fréttaveitan rifjar málið upp og segir það hafa byrjað á frétt Chosun Ilbo um sögusagnir í Japan um að Kim væri dáinn. Talsmaður hers Suður-Kóreu tilkynnti degi seinna að hátalarar við hlutlausasvæðið hafi verið notaðir af Norður-Kóreu til að tilkynna að Kim hafi verið skotinn til bana. Chosun gaf út sérútgáfu blaðsins og notaði forsíðufyrirsögnina „Kim Il Sung skotinn til bana“. Aðrir fjölmiðlar tóku undir fregnirnar en óðagotið stóð þó einungis yfir í nokkrar klukkustundir. Þá birtist Kim á flugvelli í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem hann tók á móti sendinefnd frá Mongólíu. Ein valdamesta konan sögð hafa verið tekin af lífi Árið 2013 birti Chosun fréttir um að söngkonan og embættiskonan Hyon Song Wol hafi verið tekin af lífi. Hún stakk þó aftur upp kollinum í maí 2014 en Hyon er ein valdamesta kona Norður-Kóreu og hefur fylgt Kim Jong Un á alþjóðlega fundi. Hyon Song Wol heimsótti Suður-Kóreu í janúar 2018, þegar vetrarólympíuleikarnir fóru þar fram.Getty/ Korea Pool Kim Jong Il, faðir Kim Jong Un, var margsinnis talinn hafa dáið við allskonar kringumstæður. Árið 2004 var talið mögulegt að stærðarinnar sprenging á lestarstöð við landamæri Norður-Kóreu og Kína hafi verið tilraun til að ráða Kim af dögum. Þar skullu lestar saman en báðar voru að flytja eldsneyti og dóu fjölmargir í slysinu. Kim Jong Il hafði farið í gegnum lestarstöðina nokkrum klukkustundum áður. Reglulegar fregnir af dauða föðursins Eftir að Kim fékk heilablóðfall árið 2008 voru reglulega sagðar fréttir af dauða hans. Þær voru orðnar svo tíðar að fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hóf rannsókn á því hvort verið væri að dreifa þeim vísvitandi til að hafa áhrif á hlutabréfamarkað þar í landi. Þegar Kim Jong Il dó loks í desember 2011, hafði umheimurinn ekki hugmynd um það fyrr en einræðisríkið tilkynnti það opinberlega tveimur dögum seinna. Hér má sjá Kim Jong Un, með föður sínum Kim Jong Il þegar þeir heimsóttu skjaldbökubýli þann 14. október 2011.EPA/KCNA Hann átti systir sem hefur einnig margsinnis verið sögð dáin. Í maí 2015 hafði CNN eftir liðhlaupa frá Norður-Kóreu að Kim Jong Un hafi látið eitra fyrir frænku sinni, sem heitir Kim Kyong Hui. Hún stakk svo upp kollinum í janúar á þessu ári. Þá var hún með Kim Jong Un á tónleikum og sat við hlið hans. Sögusögnum um Kim mun fjölga Kim Jong Un hefur ekki oft verið sagður dáinn. Árið 2014 sást hann ekki opinberlega í rúmar fimm vikur og þegar hann svo sást, var hann með staf. Leyniþjónusta Suður-Kóreu sagði hann hafa látið fjarlægja kýli af ökla sínum. Kim Jon Un ásamt Kim Yo Jong, systur sinni, og hershöfðingjum í Norður-Kóreu árið 2015.EPA/KCNA Árið 2016 bárust þó fregnir af því að hann hefði látið taka háttsettan hershöfðingja af lífi. Sá heitir Ri Yong Gil og er ekki dáinn. Hann hafði bara verið færður til í starfi og er enn háttsettur hershöfðingi, eftir því sem best er vitað. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við, segja þó að sögusögnum um heilsu Kim og möguleg dauðsföll hans muni fjölga á næstu árum. Sérstaklega með tilliti til þyngdar hans, reykinga og annarra meintra heilbrigðisvanda. Sue Mi Terry, sérfræðingur hjá Center for Strategic and International Studies og fyrrverandi greinandi hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu og kom til að mynda að málefnum ríkisins í ríkisstjórnum George W. Bush og Barack Obama. Hún segir þá miklu óvissu um það hver myndi taka við Kim Jong Un ýta undir sögusagnir. Kim Jong Nam, hálfbróðir Kim Jong Un, sem var myrtur á flugvelli í Kúala Lúmpúr.EPA/JoongAng Sunday Kim Jong Il hafði um það bil tvo áratugi til að búa sig undir það að taka við af föður sínum, Kim Il Sung og Kim Jong Un hafði sjálfur nokkur ár. Hann hefur þó ekki haft mikinn tíma til að velja þann sem tekur við af sér og eini sonur hans, sem vitað er um, er á grunnskólaaldri. Eins og frægt er, lét Kim Jong Un myrða bróður sinn Kim Jong Nam og var það gert á flugvelli í Kúala Lúmpúr árið 2017. Tvær ungar konur voru að öllum líkindum plataðar til að maka VX-taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, framan í Kim. Systirin líkleg til að taka við Í grein á vef Washington Post, segir Terry að líklegast sé að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, tæki við völdum ef bróðir hennar myndi deyja skyndilega. Hún er einn helsti ráðgjafi Kim og er meðlimur í forsætisnefnd Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Samt ekki Þó er alfarið óljóst hvort yfirmenn hersins myndu sætta sig við að taka við skipunum frá ungri konu. Sérstaklega þar sem Norður-Kórea þykir mjög karllægt ríki, ef svo má að orði komast. Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, gengur hér á undan bróður sínum og Moon Jae In, forsætisráðherra Suður-Kóreu. Myndin var tekin á þriðja fundi leiðtoganna í Pyongyang í september 2018.EPA/Pyongyang Press Corps Fari svo og einræðisvöld Norður-Kóreu færist í fyrsta sinn út fyrir Kim fjölskylduna segir Terry að sá líklegasti til að ná völdum sé marskálkurinn Choe Ryong Hae. Hann er einnig í forsætisnefndinni og er varaformaður Verkamannaflokksins. Fjölskylda Choe er nátengd Kim fjölskyldunni en hann hefur einnig sterka ástæðu til að reyna að ná völdum. Þegar Kim tók við af föður sínum, lét hann taka næst valdamesta ríkisins af lífi og einnig þann þriðja valdamesta. Óvissa um kjarnorkuvopn slæm Choe gæti þar af leiðandi séð þann eina kost í stöðunni að taka völdin sjálfur, falli Kim skyndilega frá á næstunni. Versta mögulega niðurstaðan væri einhvers konar valdabarátta, þar sem mismunandi fylkingar tækjust á um stjórn Norður-Kóreu og stjórn yfir kjarnorkuvopnum ríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira