Innlent

Ríkis­stjórnin kynnir frekari að­gerðir á blaða­manna­fundi í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Safnahúsinu í síðustu viku þegar aðgerðapakki tvö var kynntur.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Safnahúsinu í síðustu viku þegar aðgerðapakki tvö var kynntur. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórn Íslands verður með blaðamannafund í Safnahúsinu klukkan 11:30 í dag þar sem frekari aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahags- og atvinnulíf verða kynntar.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður framhald á hlutabótaleiðinni kynnt og sömuleiðis stuðning hins opinbera við launagreiðslur fyrirtækja sem hafa farið illa út úr faraldrinum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður meðal annars á fundinum, auk fleiri ráðherra sem halda utan um þá málaflokka sem um ræðir.

Vísir mun sýna beint frá fundinum.

Fréttablaðið greinir frá því að stjórnvöld hafi í hyggju að fjármagna að hluta uppsagnarfrest starfsfólk þeirra fyrirtækja sem orðið hafa fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna faraldurs kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×