Ljósið í myrkrinu Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 28. apríl 2020 06:01 Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun