Ljósið í myrkrinu Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 28. apríl 2020 06:01 Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun