Gæti skipt heilmiklu að Íslendingar versli meira innanlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:51 Fáir Íslendingar og enn færri ferðamenn sóttu miðborg Reykjavíkur heim á föstudagskvöld. vísir/vilhelm Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan. Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan.
Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira