Lineker talaði um það þegar hann gerði í brækurnar í miðjum leik á HM á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 08:30 Gary Lineker í leik með enska landsliðinu á HM á Ítalíu 1990. Getty/Mark Leech Fótboltaleysið dregur ýmislegt fram í dagsljósið og fær marga til að rifja upp alls kyns sögur frá ferlinum. Enska knattspyrnugoðsögnin og þáttastjórnandinn Gary Lineker var meira segja tilbúinn að ræða vandræðalegasta augnablikið á ferlinum. Gary Lineker ræddi það í hlaðvarpsþætti „Match of the Day“ þegar hann gerði í brækurnar í miðjum leik með enska landsliðinu og það sjálfu á heimsmeistaramótinu. Þetta var fyrsti leikur enska landsliðsins á HM á Ítalíu 1990 og var á móti Írum í Cagliari. "Thank God I had dark blue shorts on that day. I'm shovelling it out and rubbing myself on the grass like a dog." Gary Lineker has spoken about the time he s**t himself on the pitch during an England game. https://t.co/NBntFsBY9Y pic.twitter.com/rS3ip2iEGr— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Gary Lineker hafði verið veikur og var með niðurgang nóttina fyrir leikinn. Hann vildi samt ekki láta landsliðsþjálfarann vita af ótta um að missa sæti sitt í liðinu. Lineker áttaði sig á því eftir tíu til fimmtán mínútur í síðari hálfleik að maginn hans ætlaði að vera til enn frekari vandræða. „Ég hafði verið veikur um nóttina og hafði vaknað nokkrum sinnum með niðurgang. Ég sagði ekki Bobby Robson frá þessu því ég vildi spila og var hræddur um að hann tæki mig út úr liðinu,“ sagði Gary Lineker. „Leikurinn fór af stað og það var allt í góðu til að byrja með. Eftir tuttugu mínútur fór ég að finna fyrir magaverkjum. Ég náð samt einhvern veginn að komast í gegnum fyrri hálfleikinn,“ sagði Lineker. „Ég byrja síðan seinni hálfleikinn en eftir tíu til fimmtán mínútur þá fékk ég magakrampa á ný. Ég hugsaði: Nú er ég í vandræðum,“ sagði Lineker. watch on YouTube „Svo kom að því að ég renndi mér í grasið og reyndi að komast fyrir boltann. Ég fór í jörðina, slakaði á í smástund og það varð sprenging,“ sagði Lineker. „Ég hugsaði: Guð minn góður. Þetta var líka út um allt. Ef þið horfið á upptökuna þá má sjá þegar Gary Stevens kemur til mín og spyr mig hvað sé að: Ég sagði honum að ég hefði skitið á mig, sagði Gary Lineker. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera en ég þakka guði að hafa verið í svörtum buxum þennan daginn. Ég reyndi að skófla þessu út og þurrkaði mér í grasið eins og hundur,“ sagði Lineker. „Það var magnað hvað ég fékk mig pláss eftir þetta því ég lyktaði auðvitað mjög illa. Á endanum varð Bobby að taka mig af velli, sagði Lineker en hann slapp þó ekki á klósettið alveg strax. „Á flestum völlum eru varamannabekkirnir vanalega við leikmannagöngin en á þessum velli voru þeir aftur á móti hinum megin. Ég þurfti því að klára leikinn á bekknum með öllum hinum varamönnunum,“ sagði Lineker. „Það má sjá alla varamennina reyna að koma sér í burtu frá mér á meðan ég sat einn og yfirgefinn að vorkenna sjálfum mér,“ sagði Lineker. Gary Lineker skoraði alls fjögur mörk á mótinu og enska liðið fór alla leið í undanúrslitin þar sem liðið tapaði í vítakeppni á móti verðandi heimsmeisturum Þýskalands. Starting now on @bbcone...#MOTDTop10 with Gary, Ian and Alan discussing the most bonkers moments in Premier League history.Watch: https://t.co/nZxecSqRMQ pic.twitter.com/LAf0T4K5E2— Match of the Day (@BBCMOTD) April 25, 2020 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Fótboltaleysið dregur ýmislegt fram í dagsljósið og fær marga til að rifja upp alls kyns sögur frá ferlinum. Enska knattspyrnugoðsögnin og þáttastjórnandinn Gary Lineker var meira segja tilbúinn að ræða vandræðalegasta augnablikið á ferlinum. Gary Lineker ræddi það í hlaðvarpsþætti „Match of the Day“ þegar hann gerði í brækurnar í miðjum leik með enska landsliðinu og það sjálfu á heimsmeistaramótinu. Þetta var fyrsti leikur enska landsliðsins á HM á Ítalíu 1990 og var á móti Írum í Cagliari. "Thank God I had dark blue shorts on that day. I'm shovelling it out and rubbing myself on the grass like a dog." Gary Lineker has spoken about the time he s**t himself on the pitch during an England game. https://t.co/NBntFsBY9Y pic.twitter.com/rS3ip2iEGr— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Gary Lineker hafði verið veikur og var með niðurgang nóttina fyrir leikinn. Hann vildi samt ekki láta landsliðsþjálfarann vita af ótta um að missa sæti sitt í liðinu. Lineker áttaði sig á því eftir tíu til fimmtán mínútur í síðari hálfleik að maginn hans ætlaði að vera til enn frekari vandræða. „Ég hafði verið veikur um nóttina og hafði vaknað nokkrum sinnum með niðurgang. Ég sagði ekki Bobby Robson frá þessu því ég vildi spila og var hræddur um að hann tæki mig út úr liðinu,“ sagði Gary Lineker. „Leikurinn fór af stað og það var allt í góðu til að byrja með. Eftir tuttugu mínútur fór ég að finna fyrir magaverkjum. Ég náð samt einhvern veginn að komast í gegnum fyrri hálfleikinn,“ sagði Lineker. „Ég byrja síðan seinni hálfleikinn en eftir tíu til fimmtán mínútur þá fékk ég magakrampa á ný. Ég hugsaði: Nú er ég í vandræðum,“ sagði Lineker. watch on YouTube „Svo kom að því að ég renndi mér í grasið og reyndi að komast fyrir boltann. Ég fór í jörðina, slakaði á í smástund og það varð sprenging,“ sagði Lineker. „Ég hugsaði: Guð minn góður. Þetta var líka út um allt. Ef þið horfið á upptökuna þá má sjá þegar Gary Stevens kemur til mín og spyr mig hvað sé að: Ég sagði honum að ég hefði skitið á mig, sagði Gary Lineker. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera en ég þakka guði að hafa verið í svörtum buxum þennan daginn. Ég reyndi að skófla þessu út og þurrkaði mér í grasið eins og hundur,“ sagði Lineker. „Það var magnað hvað ég fékk mig pláss eftir þetta því ég lyktaði auðvitað mjög illa. Á endanum varð Bobby að taka mig af velli, sagði Lineker en hann slapp þó ekki á klósettið alveg strax. „Á flestum völlum eru varamannabekkirnir vanalega við leikmannagöngin en á þessum velli voru þeir aftur á móti hinum megin. Ég þurfti því að klára leikinn á bekknum með öllum hinum varamönnunum,“ sagði Lineker. „Það má sjá alla varamennina reyna að koma sér í burtu frá mér á meðan ég sat einn og yfirgefinn að vorkenna sjálfum mér,“ sagði Lineker. Gary Lineker skoraði alls fjögur mörk á mótinu og enska liðið fór alla leið í undanúrslitin þar sem liðið tapaði í vítakeppni á móti verðandi heimsmeisturum Þýskalands. Starting now on @bbcone...#MOTDTop10 with Gary, Ian and Alan discussing the most bonkers moments in Premier League history.Watch: https://t.co/nZxecSqRMQ pic.twitter.com/LAf0T4K5E2— Match of the Day (@BBCMOTD) April 25, 2020
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira