Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2020 08:32 Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk. Bandaríski ræðismaðurinn fær inni í þessari byggingu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Þetta tilkynnti Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að því er grænlenskir fjölmiðlar greina frá. Sú sveit danska hersins sem annast Grænland og norðurslóðir kallast Arktisk Kommando. Bækistöð hennar í Nuuk er í fjögurra hæða byggingu ofan við höfnina og þar eru að jafnaði um fimmtíu hermenn staðsettir. Myndir af byggingunni mátti sjá í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Sjá einnig hér: Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Það var í lok ágústmánaðar í fyrra sem Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún hygðist opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Sú tilkynning kom aðeins fáum dögum eftir að danski forsætisráðherrann hafði með eftirminnilegum hætti hafnað ósk Trumps forseta um að kaupa Grænland og lýst henni sem fáránlegri. Þegar hefur verið ákveðið að fyrsti ræðismaðurinn verði Sung Choi. Hann hefur haft aðsetur í danska sendiráðinu í Kaupmannahöfn undanfarin misseri en samtímis verið með annan fótinn á Grænlandi. Hann mun svo flytja til Nuuk þegar ræðismannsskrifstofan tekur til starfa, sem verður á þessu ári, en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Bandaríski sendiherrann í Danmörku, Carla Sands, í miðið. Til vinstri er Ane Lone Bagger, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, og til hægri Sung Choi sendiráðsritari, verðandi ræðismaður Bandaríkjanna á Grænlandi. Myndin var tekin í maí í fyrra.Mynd/Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Sendiherrann Carla Sands, sem áður en hún gerðist diplómat var kunn leikkona, meðal annars úr sjónvarpsþáttaseríunni Glæstum vonum, fór yfir ástæður þess að Bandaríkin ákváðu að veita Grænlendingum efnahagsaðstoð í grein í síðustu viku. Sjá nánar hér: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Donald Trump Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Þetta tilkynnti Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að því er grænlenskir fjölmiðlar greina frá. Sú sveit danska hersins sem annast Grænland og norðurslóðir kallast Arktisk Kommando. Bækistöð hennar í Nuuk er í fjögurra hæða byggingu ofan við höfnina og þar eru að jafnaði um fimmtíu hermenn staðsettir. Myndir af byggingunni mátti sjá í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Sjá einnig hér: Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Það var í lok ágústmánaðar í fyrra sem Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún hygðist opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Sú tilkynning kom aðeins fáum dögum eftir að danski forsætisráðherrann hafði með eftirminnilegum hætti hafnað ósk Trumps forseta um að kaupa Grænland og lýst henni sem fáránlegri. Þegar hefur verið ákveðið að fyrsti ræðismaðurinn verði Sung Choi. Hann hefur haft aðsetur í danska sendiráðinu í Kaupmannahöfn undanfarin misseri en samtímis verið með annan fótinn á Grænlandi. Hann mun svo flytja til Nuuk þegar ræðismannsskrifstofan tekur til starfa, sem verður á þessu ári, en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Bandaríski sendiherrann í Danmörku, Carla Sands, í miðið. Til vinstri er Ane Lone Bagger, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, og til hægri Sung Choi sendiráðsritari, verðandi ræðismaður Bandaríkjanna á Grænlandi. Myndin var tekin í maí í fyrra.Mynd/Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Sendiherrann Carla Sands, sem áður en hún gerðist diplómat var kunn leikkona, meðal annars úr sjónvarpsþáttaseríunni Glæstum vonum, fór yfir ástæður þess að Bandaríkin ákváðu að veita Grænlendingum efnahagsaðstoð í grein í síðustu viku. Sjá nánar hér: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja
Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Donald Trump Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05