Dr. Ögmundur stýrir Fiskistofu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 14:10 Dr. Ögmundur Knútsson Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára. Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára.
Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira