Innlent

Nóg um að vera í Bítinu í dag

Andri Eysteinsson skrifar
Gulli, Heimir og Þráinn stýra Bítis-skútunni.
Gulli, Heimir og Þráinn stýra Bítis-skútunni. Vísir

Þráinn Steinsson og Gulli Helga fara yfir málin í Bítinu á Bylgjunni  í dag föstudaginn 24. apríl.

Heyrt verður í Guðmundi Franklín Jónssyni sem lýsti yfir framboði til forseta í gær. Staðan verður tekin á leiðsögumönnum og hringt í Jakob Guðlaugsson leiðsögumann.

Þá verður fjallað um átakið Á allra vörum en Gróa Ásgeirsdóttir mun ræða söfnunina við þá Þráin og Gulla.

Litið verður til veðurs og milli 9 og 10 verður forvitnast um fjölskyldubingó sem verður sýnt á Stöð 2 í kvöld.

Að lokum verður svo gefin Nespresso kaffivél.

Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Klippa: Bítið - Allur þátturinn
Klippa: Bítið - Á allra vörum stofnar Varasjóðinn
Klippa: Bítið - Forseti á að vera öryggisventill þjóðarinnar
Klippa: Bítið - Fréttir vikunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×